Erlent

Fatahönnuðurinn Emanuel Ungaro látinn

Andri Eysteinsson skrifar
Heilsu Ungaro hafði hrakað undanfarin ár.
Heilsu Ungaro hafði hrakað undanfarin ár. Getty/Pier Marco Tacca

Franski fatahönnuðurinn Emanuel Ungaro er látinn, 86 ára að aldri. Ungaro sem var sonur ítalskra innflytjanda fæddist í Aix-en-Provence 13. Febrúar 1933. Hóf hann feril sinn í tískubransanum sem lærlingur spænska hönnuðarins Cristóbal Balenciaga.

Ungaro stofnaði eigið fyrirtæki árið 1965 og var það nefnt í höfuðið á honum, Ungaro. Ungaro náði miklum vinsældum á áttunda og níunda áratug síðustu aldar. Ungaro var lýst sem hönnuði sem þorði að vera öðruvísi en aðrir og var óhræddur við að blanda saman litum á óvæntan hátt.

Ungaro settist í helgan stein og seldi fyrirtæki sitt árið 2005. Frá sölunni hafði hann verið óhræddur við að láta skoðun sína á hönnum og ákvörðunum fyrirtækisins í ljós.

Ungaro giftist Lauru Bernabei árið 1988 og eignaðist með henni dótturina Cosimu Ungaro. Samkvæmt BBC hafði heilsu Ungaro hrakað töluvert undanfarin ár áður en hann lést á heimili sínu í París, 21.desember.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×