Fótbolti

Sverrir skoraði er PAOK fór á toppinn

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Sverrir Ingi skoraði tvö mörk í dag
Sverrir Ingi skoraði tvö mörk í dag vísir/getty

Sverrir Ingi Ingason hélt áfram frábæru formi sínu með gríska liðinu PAOK í kvöld. Hann var á markaskónum þegar PAOK hafði betur gegn Atromitos.

Sverrir skoraði tvö mörk fyrir PAOK á sjö mínútna kafla í fyrri hálfleik, eftir að Vieirinha hafði komið heimamönnum í PAOK yfir. Staðan var því 3-0 í hálfeik.

PAOK var með mikla yfirburði í leiknum og bætti fleiri mörkum við í seinni hálfleik, leiknum lauk með 5-1 sigri.

Sigurinn kom PAOK á toppinn í grísku úrvalsdeildinni, tveimur stigum á undan Olympiacos sem gerði jafntefli í gær.

Sverrir hefur nú skorað í tveimur leikjum í röð fyrir PAOK, en hann var á dögunum valinn besti leikmaður liðsins í nóvembermánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×