Aðfangadagur: Hvar er opið og hversu lengi? Andri Eysteinsson skrifar 24. desember 2019 09:02 Enn gefst tími til að klára jólaundirbúninginn. Vísir/Vilhelm Aðfangadagur og margir sem bíða eftir jólunum spenntir. Landsmenn hafa undanfarnar vikur verið í óða önn að undirbúa, taka til og kaupa það sem til þarf áður en jólahátíðin gengur í garð. Þrátt fyrir mikinn og góðan undirbúning getur það alltaf komið upp á að eitthvað klikki eða gleymist á síðustu stundu, þá er gott að vita hvar er opið á Aðfangadegi. Víða er opið í verslunum og hjá öðrum þjónustuaðilum í dag. Opið er í verslunarmiðstöðvunum Smáralind og Kringlunni frá 10 til 13 en í Miðborginni verða verslanir opnar frá klukkan 10 til hádegis, sama gildir um verslunarmiðstöðina Glerártorg á Akureyri en búðir þar loka klukkan 12. Þeir sem eiga eftir að kaupa síðustu gjöfina ættu því að geta komist í það. Í Fjarðarkaup er opið frá 9:30 til 12:30. Hafi sykurinn eða annað hráefni gleymst fyrir baksturinn eða eldamennskuna þá er opið í fjölmörgum matvöruverslunum. Bónus er með opið í öllum verslunum sínum frá 10 til 14 en í verslunum Krónunnar er opið til klukkan 15. Í Hagkaupum er opið til 14 í Smáralind, Kringlunni, Selfossi, Njarðvík og Borgarnesi en til 16 í Skeifunni, Garðabæ, Spöng, Akureyri og á Eiðistorgi. Vesturbæingar í tímaþröng hafa til klukkan 14 til að versla í Melabúðinni. Í versluninni Rangá í Skipasundi er opið til klukkan 17:00 og verður sama uppi á teningnum á morgun jóladag. Opið verður til klukkan 13:00 í sundlaugum Reykjavíkur, gefst þar tækifæri til þess að taka heitt og kalt jólabað til skiptis.Verslanir Nettó eru opnar til 14, 10-11 er opið til 17:00. Apótek Lyfju eru víðast hvar opin til klukkan 12 en fyrir þá á Höfuðborgarsvæðinu er opið í apóteki Lyfju í Lágmúla til klukkan 18. Strætisvagnar munu ganga samkvæmt laugardagsáætlun til 15:00. Nánari upplýsingar má finna hér. Opið er í vínbúðum höfuðborgarsvæðisins, Akureyrar, Reykjanesbæjar og Selfoss á milli 9 og 13 en lokað á morgun og miðvikudag. Á landsbyggðinni er víðast hvar opið frá 10-12 en á ýmsum stöðum er opið klukkutíma lengur eða til 13. Sjá má lista yfir opnunartíma vínbúðanna hér.Opnunartíma safna í Reykjavík má finna hér. Jól Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Fleiri fréttir „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Sjá meira
Aðfangadagur og margir sem bíða eftir jólunum spenntir. Landsmenn hafa undanfarnar vikur verið í óða önn að undirbúa, taka til og kaupa það sem til þarf áður en jólahátíðin gengur í garð. Þrátt fyrir mikinn og góðan undirbúning getur það alltaf komið upp á að eitthvað klikki eða gleymist á síðustu stundu, þá er gott að vita hvar er opið á Aðfangadegi. Víða er opið í verslunum og hjá öðrum þjónustuaðilum í dag. Opið er í verslunarmiðstöðvunum Smáralind og Kringlunni frá 10 til 13 en í Miðborginni verða verslanir opnar frá klukkan 10 til hádegis, sama gildir um verslunarmiðstöðina Glerártorg á Akureyri en búðir þar loka klukkan 12. Þeir sem eiga eftir að kaupa síðustu gjöfina ættu því að geta komist í það. Í Fjarðarkaup er opið frá 9:30 til 12:30. Hafi sykurinn eða annað hráefni gleymst fyrir baksturinn eða eldamennskuna þá er opið í fjölmörgum matvöruverslunum. Bónus er með opið í öllum verslunum sínum frá 10 til 14 en í verslunum Krónunnar er opið til klukkan 15. Í Hagkaupum er opið til 14 í Smáralind, Kringlunni, Selfossi, Njarðvík og Borgarnesi en til 16 í Skeifunni, Garðabæ, Spöng, Akureyri og á Eiðistorgi. Vesturbæingar í tímaþröng hafa til klukkan 14 til að versla í Melabúðinni. Í versluninni Rangá í Skipasundi er opið til klukkan 17:00 og verður sama uppi á teningnum á morgun jóladag. Opið verður til klukkan 13:00 í sundlaugum Reykjavíkur, gefst þar tækifæri til þess að taka heitt og kalt jólabað til skiptis.Verslanir Nettó eru opnar til 14, 10-11 er opið til 17:00. Apótek Lyfju eru víðast hvar opin til klukkan 12 en fyrir þá á Höfuðborgarsvæðinu er opið í apóteki Lyfju í Lágmúla til klukkan 18. Strætisvagnar munu ganga samkvæmt laugardagsáætlun til 15:00. Nánari upplýsingar má finna hér. Opið er í vínbúðum höfuðborgarsvæðisins, Akureyrar, Reykjanesbæjar og Selfoss á milli 9 og 13 en lokað á morgun og miðvikudag. Á landsbyggðinni er víðast hvar opið frá 10-12 en á ýmsum stöðum er opið klukkutíma lengur eða til 13. Sjá má lista yfir opnunartíma vínbúðanna hér.Opnunartíma safna í Reykjavík má finna hér.
Jól Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Fleiri fréttir „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Sjá meira