Enski boltinn

Cham­berlain bætist við meiðsla­lista Liver­pool: Spilar ekki meira á árinu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Chamberlain.
Chamberlain. vísir/getty

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, hefur staðfest að Alex Oxlade-Chamberlain muni ekki spila í leikjum Liverpool sem eftir eru á árinu.

Miðjumaðurinn fór af velli í úrslitaleiknum gegn Flamengo á laugardaginn er liðin mættust í úrslitaleik HM félagsliða.

Englendingurinn féll til jarðar á 72. mínútu og þurfti að yfirgefa völlinn vegna meiðsla sem halda honum frá knattspyrnuvellinum út árið 2019.







Liverpool spilar gegn Leicester á öðrum degi jóla og þremur dögum síðar spilar liðið við Wolves á heimavelli.

Meiðsli Chamberlain eru á ökkla en hann hefur verið þónokkuð meiddur eftir að hann kom til rauðklædda Bítlaborgaraliðsins frá Arsenal

Joel Matip og Fabinho eru enn á meiðslalistanum en Klopp sagði að það styttist í endurkomu þeirra. Óvíst er hvenær nákvæmlega Chamberlain verður mættur aftur á völlinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×