Enski boltinn

Um­boðs­maður X­haka segir að hann hafi sam­þykkt boð Jur­gen Klins­mann

Anton Ingi Leifsson skrifar
Xhaka er væntanlega á förum frá Arsenal.
Xhaka er væntanlega á förum frá Arsenal. vísir/getty

Granit Xhaka, leikmaður Arsenal, hefur samþykkt tilboð Herthu Berlin um að ganga í raðir félagsins í janúar samkvæmt umboðsmanni hans.

Xhaka hefur verið orðaður burt frá Arsenal eftir að hafa gengið berserksgang í nóvember þegar honum var skipt af velli. Í kjölfarið var fyrirliðabandið tekið af honum.

Joel Noguera, umboðsmaður Svisslendingsins, segir að Xhaka og þýska félagið hafi náð saman en Arsenal og Hertha séu enn að komast að niðurstöðu.







Noguera segir að hann og umbjóðandi hans hafi tilkynnt helstu forsvarsmönnum Arsenal um samninginn en talið er að Hertha hafi lagt tilboð upp á 21 milljónir punda.

Jurgen Klinsmann tók við Herthu Berlin fyrr í mánuðinum en Hertha er í 12. sæti þýsku deildarinnar með 19 stig.

Arsenal er í 11. sæti ensku deildarinnar með 24 stig eftir 1-1 jafnteflið gegn Bournemouth í gær.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×