Enski boltinn

Scholes: „Badminton verðlaunin mikilvægari en HM félagsliða“

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Paul Scholes fannst ekki sérlega merkilegt að vinna HM félagsliða
Paul Scholes fannst ekki sérlega merkilegt að vinna HM félagsliða vísir/getty

Paul Scholes, fyrrum leikmanni Manchester United, finnst ekki mikið til heimsmeistaratitils félagsliða koma.

Liverpool varð á dögunum heimsmeistari félagsliða eftir sigur á brasilíska liðinu Flamengo í úrslitunum.

Leikmenn Liverpool fögnuðu titilinum vel og innilega og var mikið gert úr honum innan félagsins, sem Scholes fannst illskiljanlegt.

„Þetta er titill sem þú vilt vinna þegar þú ert kominn í leikinn, en þetta var aldrei neitt sem við þráðum að vinna,“ sagði Scholes í útvarpsviðtali við BBC.

Hann var hluti af liði United sem vann þennan titil 2008.

„Ef einhver myndi spyrja mig hvaða titla ég hefði unnið á ferlinum þá er ég ekki viss um að ég myndi minnast á þetta.“

„Það virðist vera að Liverpool hafi notið þess að vinna þennan titil og afhverju ekki? En þegar við vorum að spila þá var þetta ekki það mikilvægt.“

Scholes var spurður að því hvort væri mikilvægara, verðlaunapeningurinn frá sigrinum 2008 eða verðlaun sem hann á fyrir sigur í badmintonmóti og valdi Scholes badmintonmótið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×