Læknir sakaður um 25 morð kærir vinnuveitendur fyrir meiðyrði Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 29. desember 2019 09:52 William Husel í dómssal. ap/Kantele Franko Læknir sem sakaður er um að hafa valdið dauða tuttugu og fimm sjúklinga sinna með því að fyrirskipa að þeim yrði gefinn of stór skammtur verkjalyfja hefur kært fyrrum vinnuveitendur sína fyrir meiðyrði. Hann segir að hann hafi ekki gert neitt rangt og hann hafi ekki brotið reglur sjúkrahússins um líknarmeðferðir. William Husel, læknir sem sakaður er um morðin, lagði fram kæruna á fimmtudag í Franklin héraði gegn Mount Carmel Health kerfinu á Columbus svæðinu í Ohio og móðurfélagi þess, Trinity Health Corp. „Það eru engar ýkjur að segja að Dr. Husel hefur verið fórnarlamb svívirðilegar meiðyrðingar í Ohio á síðari árum,“ stóð í kærunni. Þá sagði að sjúklingarnir hafi látist vegna heilbrigðiskvilla sinna, ekki vegna fantanyl gjafar sem Husel fyrirskipaði. Fentanyl er sterkt verkjalyf af ópíóíða ætt og er skylt morfíni. Husel segist einnig aldrei hafa fengið viðeigandi þjálfun um framgang mála á spítalanum þegar hann var ráðinn þangað árið 2013 sem læknir á gjörgæslu og að hann hafi verið valinn læknir ársins árið 2014. Í kæru Husel gegn spítalanum kemur fram að hann krefjist minnst 50 þúsund Bandaríkjadala, sem samsvarar rúmum sex milljónum íslenskra króna, í skaðabætur ásamt lögmannskostnaðar. Mount Carmel og Trinity Health svöruðu kærunni opinberlega á laugardag og sögðu í tilkynningu að ásakanir Husel væru tilhæfulausar. „Við kláruðum rannsókn á meðferðum sem Dr. William Husel veitti sjúklingum og stöndum með okkar ákvörðunum,“ sagði í tilkynningunni. Talsmenn Mount Carmel sögðu í janúar fyrir tæpu ári síðan, eftir að hafa lagt fram fyrstu af tuttugu og fimm kærum vegna meðferðar sem Husel veitti, að hann hafi fyrirskipað gjöf á allt of háum skömmtum, jafnvel banvænum. Þetta hafi hann gert fyrir að minnsta kosti 27 sjúklinga sem voru nærri dauða en lífi eftir að fjölskyldur báðu um að ástvinir þeirra yrðu settir á líknandi meðferð. Sjúkrahúsið sagði einnig að Husel hafi verið rekinn og að hjúkrunar- og lyfjafræðingar sem hafi komið að málinu hafi einnig verið „fjarlægðir.“ Lyfjafræðingur og níu hjúkrunarfræðingar kærðu Mount Carmel sjúkrahúsið í þessum mánuði og halda því fram að Husel hafi ekkert rangt gert. Í ákæru þeirra kemur fram að framkvæmdarstjórn sjúkrahússins hafi ekki vitað um viðtekna staðla í aðhlynningu sjúklinga á banasænginni. Nú er verið að skoða hjá heilbrigðisyfirvöldum í Ohio hvort tuttugu og fimm hjúkrunarfræðingar og þrír lyfjafræðingar sem störfuðu hjá Mount Carmel eigi að missa starfsleyfi sín. Husel missti starfsleyfi sitt í janúar. Hann var ákærður í júní fyrir tuttugu og fimm morð og hefur lýst yfir sakleysi sínu. Bandaríkin Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Sjá meira
Læknir sem sakaður er um að hafa valdið dauða tuttugu og fimm sjúklinga sinna með því að fyrirskipa að þeim yrði gefinn of stór skammtur verkjalyfja hefur kært fyrrum vinnuveitendur sína fyrir meiðyrði. Hann segir að hann hafi ekki gert neitt rangt og hann hafi ekki brotið reglur sjúkrahússins um líknarmeðferðir. William Husel, læknir sem sakaður er um morðin, lagði fram kæruna á fimmtudag í Franklin héraði gegn Mount Carmel Health kerfinu á Columbus svæðinu í Ohio og móðurfélagi þess, Trinity Health Corp. „Það eru engar ýkjur að segja að Dr. Husel hefur verið fórnarlamb svívirðilegar meiðyrðingar í Ohio á síðari árum,“ stóð í kærunni. Þá sagði að sjúklingarnir hafi látist vegna heilbrigðiskvilla sinna, ekki vegna fantanyl gjafar sem Husel fyrirskipaði. Fentanyl er sterkt verkjalyf af ópíóíða ætt og er skylt morfíni. Husel segist einnig aldrei hafa fengið viðeigandi þjálfun um framgang mála á spítalanum þegar hann var ráðinn þangað árið 2013 sem læknir á gjörgæslu og að hann hafi verið valinn læknir ársins árið 2014. Í kæru Husel gegn spítalanum kemur fram að hann krefjist minnst 50 þúsund Bandaríkjadala, sem samsvarar rúmum sex milljónum íslenskra króna, í skaðabætur ásamt lögmannskostnaðar. Mount Carmel og Trinity Health svöruðu kærunni opinberlega á laugardag og sögðu í tilkynningu að ásakanir Husel væru tilhæfulausar. „Við kláruðum rannsókn á meðferðum sem Dr. William Husel veitti sjúklingum og stöndum með okkar ákvörðunum,“ sagði í tilkynningunni. Talsmenn Mount Carmel sögðu í janúar fyrir tæpu ári síðan, eftir að hafa lagt fram fyrstu af tuttugu og fimm kærum vegna meðferðar sem Husel veitti, að hann hafi fyrirskipað gjöf á allt of háum skömmtum, jafnvel banvænum. Þetta hafi hann gert fyrir að minnsta kosti 27 sjúklinga sem voru nærri dauða en lífi eftir að fjölskyldur báðu um að ástvinir þeirra yrðu settir á líknandi meðferð. Sjúkrahúsið sagði einnig að Husel hafi verið rekinn og að hjúkrunar- og lyfjafræðingar sem hafi komið að málinu hafi einnig verið „fjarlægðir.“ Lyfjafræðingur og níu hjúkrunarfræðingar kærðu Mount Carmel sjúkrahúsið í þessum mánuði og halda því fram að Husel hafi ekkert rangt gert. Í ákæru þeirra kemur fram að framkvæmdarstjórn sjúkrahússins hafi ekki vitað um viðtekna staðla í aðhlynningu sjúklinga á banasænginni. Nú er verið að skoða hjá heilbrigðisyfirvöldum í Ohio hvort tuttugu og fimm hjúkrunarfræðingar og þrír lyfjafræðingar sem störfuðu hjá Mount Carmel eigi að missa starfsleyfi sín. Husel missti starfsleyfi sitt í janúar. Hann var ákærður í júní fyrir tuttugu og fimm morð og hefur lýst yfir sakleysi sínu.
Bandaríkin Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Sjá meira