Hópur þingmanna „annars staðar en hann átti að vera“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 10. desember 2019 13:23 Þingfundi var frestað í fjórgang í gær vegna nokkuð óvenjulegs uppátækis stjórnarandstöðunnar. Vísir/Elín Forseti Alþingis segir uppátæki stjórnarandstöðunnar, sem ákvað að sniðganga atkvæðagreiðslur í gær, vera skírt brot á þingskaparlögum. Þetta eigi sér fá fordæmi og vonar hann að þessi uppákoma endurtaki sig ekki. Með því að sniðganga atkvæðagreiðslur í gær reyndi stjórnarandstaðan að beita forseta Alþingis og ríkisstjórnarflokkana þrýstingi um að semja við stjórnarandstöðuna um það hvaða mál verða tekin á dagskrá fyrir jólahlé. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, kveðst ósáttur með uppátækið. „Það voru tæplega 40 þingmenn, 38 þingmenn, skráðir í húsi þegar þessi atkvæðagreiðsla átti að hefjast sem var meira en nóg en undir 30 sem voru í salnum þannig að einhvers staðar var þessi hópur annars staðar en þar sem hann átti að vera,“ segir Steingrímur. Þar sem óvenju margir þingmenn eru fjarverandi, ýmist vegna veikinda eða þátttöku á fundum erlendis, sá stjórnarandstaðan sér leik á borði með því að mæta ekki til atkvæðagreiðslu. „Ég er ekki ánægður með þá uppákomu en erfi það svo sem ekkert ef menn komast aftur á rétt spor,“ segir Steingrímur. Þetta eigi sér nokkur en fá fordæmi en hann voni að þetta komi ekki fyrir aftur. Hann segir lög um þingsköp alveg skír hvað varðar skildu þingmanna til að taka þátt í atkvæðagreiðslu. „Samkvæmt annarri málsgrein 78. greinar þingskaparlaga, þar segir einfaldlega skylt er þingmanni að vera viðstaddur og taka þátt í atkvæðagreiðslu, nema hann hafi lögmæt forföll,“ segir Steingrímur. „Þetta er mjög mikilvæg skylda vegna þess að menn eiga ekki rétt á því að koma sér undan því að sýna afstöðu sína eða taka afstöðu til mála einmitt í atkvæðagreiðslum, það er jú í atkvæðagreiðslum sem þingið talar fyrst og fremst og þingviljinn er leiddur í ljós.“ Alþingi Tengdar fréttir Tekist á um dagskrá þingfunda fyrir jólafrí Þrjú mál, sem voru á dagskrá þingfundar í dag, voru tekin út af dagskrá fundarins nú undir kvöld eftir að stjórnarandstaðan hafði sniðgengið atkvæðagreiðslur á Alþingi til að reyna að fá forseta Alþingis til að semja við sig um hvaða mál komist á dagskrá þingsins fyrir jólahlé. 9. desember 2019 19:06 Stjórnarandstaðan sniðgengur atkvæðagreiðslur Stjórnarandstaðan hefur í dag komið í veg fyrir að atkvæðagreiðslur geti farið fram á Alþingi. Samkvæmt heimildum fréttastofu reynir stjórnarandstaðan með þessu að þrýsta á forseta Alþingis og ríkisstjórnarflokkana um að semja við stjórnarandstöðuna um það hvaða mál verða tekin á dagskrá fyrir jólafrí. 9. desember 2019 16:29 Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Fleiri fréttir Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sjá meira
Forseti Alþingis segir uppátæki stjórnarandstöðunnar, sem ákvað að sniðganga atkvæðagreiðslur í gær, vera skírt brot á þingskaparlögum. Þetta eigi sér fá fordæmi og vonar hann að þessi uppákoma endurtaki sig ekki. Með því að sniðganga atkvæðagreiðslur í gær reyndi stjórnarandstaðan að beita forseta Alþingis og ríkisstjórnarflokkana þrýstingi um að semja við stjórnarandstöðuna um það hvaða mál verða tekin á dagskrá fyrir jólahlé. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, kveðst ósáttur með uppátækið. „Það voru tæplega 40 þingmenn, 38 þingmenn, skráðir í húsi þegar þessi atkvæðagreiðsla átti að hefjast sem var meira en nóg en undir 30 sem voru í salnum þannig að einhvers staðar var þessi hópur annars staðar en þar sem hann átti að vera,“ segir Steingrímur. Þar sem óvenju margir þingmenn eru fjarverandi, ýmist vegna veikinda eða þátttöku á fundum erlendis, sá stjórnarandstaðan sér leik á borði með því að mæta ekki til atkvæðagreiðslu. „Ég er ekki ánægður með þá uppákomu en erfi það svo sem ekkert ef menn komast aftur á rétt spor,“ segir Steingrímur. Þetta eigi sér nokkur en fá fordæmi en hann voni að þetta komi ekki fyrir aftur. Hann segir lög um þingsköp alveg skír hvað varðar skildu þingmanna til að taka þátt í atkvæðagreiðslu. „Samkvæmt annarri málsgrein 78. greinar þingskaparlaga, þar segir einfaldlega skylt er þingmanni að vera viðstaddur og taka þátt í atkvæðagreiðslu, nema hann hafi lögmæt forföll,“ segir Steingrímur. „Þetta er mjög mikilvæg skylda vegna þess að menn eiga ekki rétt á því að koma sér undan því að sýna afstöðu sína eða taka afstöðu til mála einmitt í atkvæðagreiðslum, það er jú í atkvæðagreiðslum sem þingið talar fyrst og fremst og þingviljinn er leiddur í ljós.“
Alþingi Tengdar fréttir Tekist á um dagskrá þingfunda fyrir jólafrí Þrjú mál, sem voru á dagskrá þingfundar í dag, voru tekin út af dagskrá fundarins nú undir kvöld eftir að stjórnarandstaðan hafði sniðgengið atkvæðagreiðslur á Alþingi til að reyna að fá forseta Alþingis til að semja við sig um hvaða mál komist á dagskrá þingsins fyrir jólahlé. 9. desember 2019 19:06 Stjórnarandstaðan sniðgengur atkvæðagreiðslur Stjórnarandstaðan hefur í dag komið í veg fyrir að atkvæðagreiðslur geti farið fram á Alþingi. Samkvæmt heimildum fréttastofu reynir stjórnarandstaðan með þessu að þrýsta á forseta Alþingis og ríkisstjórnarflokkana um að semja við stjórnarandstöðuna um það hvaða mál verða tekin á dagskrá fyrir jólafrí. 9. desember 2019 16:29 Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Fleiri fréttir Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sjá meira
Tekist á um dagskrá þingfunda fyrir jólafrí Þrjú mál, sem voru á dagskrá þingfundar í dag, voru tekin út af dagskrá fundarins nú undir kvöld eftir að stjórnarandstaðan hafði sniðgengið atkvæðagreiðslur á Alþingi til að reyna að fá forseta Alþingis til að semja við sig um hvaða mál komist á dagskrá þingsins fyrir jólahlé. 9. desember 2019 19:06
Stjórnarandstaðan sniðgengur atkvæðagreiðslur Stjórnarandstaðan hefur í dag komið í veg fyrir að atkvæðagreiðslur geti farið fram á Alþingi. Samkvæmt heimildum fréttastofu reynir stjórnarandstaðan með þessu að þrýsta á forseta Alþingis og ríkisstjórnarflokkana um að semja við stjórnarandstöðuna um það hvaða mál verða tekin á dagskrá fyrir jólafrí. 9. desember 2019 16:29