Stjórnarandstaðan sniðgengur atkvæðagreiðslur Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 9. desember 2019 16:29 Það er kuldalegt innan sem utan veggja Alþingis í dag. Vísir/Vilhelm Stjórnarandstaðan hefur í dag komið í veg fyrir að atkvæðagreiðslur geti farið fram á Alþingi. Samkvæmt heimildum fréttastofu reynir stjórnarandstaðan með þessu að þrýsta á forseta Alþingis og ríkisstjórnarflokkana um að semja við stjórnarandstöðuna um það hvaða mál verða tekin á dagskrá fyrir jólafrí. Til að atkvæðagreiðsla geti farið fram þarf meirihluti þingmanna að vera viðstaddur eða að minnsta kosti 32 þingmenn. Þar sem óvenju margir stjórnarþingmenn eru fjarverandi, ýmist vegna veikinda eða þátttöku á fundum erlendis, og ekki hafa verið kallaðir inn varaþingmenn fyrir alla sem eru fjarverandi, voru ekki nógu margir stjórnarþingmenn í húsi til að ná meirihluta. Þannig sá stjórnarandstaðan sér leik á borði með því að mæta ekki til atkvæðagreiðslu. „Forseti minnir á skyldu þingmanna að sækja þingfundi og sérstaklega að taka þátt í atkvæðagreiðslum nema að lögmæt forföll komi í veg fyrir að þeir sinni þeirri skyldu sinni,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, þegar þingmenn sem staddir voru í húsi mættu ekki í þingsal þegar hringt var til atkvæðagreiðslu. Lýsti hann vonbrigðum sínum með að þingmenn mættu ekki til atkvæðagreiðslu. 38 þingmenn voru skráðir í húsi en ekki var nægur fjöldi mættur í þingsal til að unnt væri að hefja atkvæðagreiðslu en í dag áttu að fara fram nokkrar atkvæðagreiðslur þar sem samþykkja þarf afbrigði. Samkvæmt heimidum fréttastofu ríkir óánægja meðal stjórnarandstöðunnar um að ríkisstjórnarflokkarnir setji mál á dagskrá nú í vikunni fyrir áætluð þinglok sem ekki ríkir einu sinni sátt með innan stjórnarinnar. Má þar meðal annars nefna fjölmiðlafrumvarp mennta- og menningarmálaráðherra, sem er á dagskrá þingfundar í dag. Stjórnarandstæðingum þyki illa farið með tímann að setja slík mál á dagskrá í stað þess að semja við stjórnarandstöðuna um að ýmis þingmannamál og önnur mál sem samstaða ríki um verði sett á dagskrá. Þá herma heimildir fréttastofu að með þessu vilji stjórnarandstaðan mótmæla því hvernig haldið hafi verið utan um skipulag dagskrár þingfunda og lítið sem ekkert samráð hafi verið haft við stjórnarandstöðuna. Mörg af þeim málum sem sett hafi verið á dagskrá séu allt of seint fram komin. Uppfært kl. 16:55 Þingfundi var frestað til klukkan 17:30 nú rétt í þessu. Eftir því sem fréttastofa kemst næst fundar forseti Alþingis þessa stundina með formönnum þingflokka til að reyna að finna lausn á þeirri stöðu sem upp er komin. Umræða hefur farið fram um þau mál sem eru á dagskrá þingsins í dag en öllum atkvæðagreiðslum frestað. Uppfært kl. 17:35 Aftur hefur þingfundi verið frestað, nú til klukkan 18:00 á meðan forseti fundar með formönnum allra þingflokka. Áður hafði hann átt fund með þingflokksformönnum stjórnarandstöðunnar. Samkvæmt heimildum fréttastofu binda þingmenn stjórnarandstöðunnar ákveðnar vonir við að einhver af þeirra þingmannamálum verði tekin á dagskrá þingsins í vikunni. Alþingi Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fleiri fréttir Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábygð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Sjá meira
Stjórnarandstaðan hefur í dag komið í veg fyrir að atkvæðagreiðslur geti farið fram á Alþingi. Samkvæmt heimildum fréttastofu reynir stjórnarandstaðan með þessu að þrýsta á forseta Alþingis og ríkisstjórnarflokkana um að semja við stjórnarandstöðuna um það hvaða mál verða tekin á dagskrá fyrir jólafrí. Til að atkvæðagreiðsla geti farið fram þarf meirihluti þingmanna að vera viðstaddur eða að minnsta kosti 32 þingmenn. Þar sem óvenju margir stjórnarþingmenn eru fjarverandi, ýmist vegna veikinda eða þátttöku á fundum erlendis, og ekki hafa verið kallaðir inn varaþingmenn fyrir alla sem eru fjarverandi, voru ekki nógu margir stjórnarþingmenn í húsi til að ná meirihluta. Þannig sá stjórnarandstaðan sér leik á borði með því að mæta ekki til atkvæðagreiðslu. „Forseti minnir á skyldu þingmanna að sækja þingfundi og sérstaklega að taka þátt í atkvæðagreiðslum nema að lögmæt forföll komi í veg fyrir að þeir sinni þeirri skyldu sinni,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, þegar þingmenn sem staddir voru í húsi mættu ekki í þingsal þegar hringt var til atkvæðagreiðslu. Lýsti hann vonbrigðum sínum með að þingmenn mættu ekki til atkvæðagreiðslu. 38 þingmenn voru skráðir í húsi en ekki var nægur fjöldi mættur í þingsal til að unnt væri að hefja atkvæðagreiðslu en í dag áttu að fara fram nokkrar atkvæðagreiðslur þar sem samþykkja þarf afbrigði. Samkvæmt heimidum fréttastofu ríkir óánægja meðal stjórnarandstöðunnar um að ríkisstjórnarflokkarnir setji mál á dagskrá nú í vikunni fyrir áætluð þinglok sem ekki ríkir einu sinni sátt með innan stjórnarinnar. Má þar meðal annars nefna fjölmiðlafrumvarp mennta- og menningarmálaráðherra, sem er á dagskrá þingfundar í dag. Stjórnarandstæðingum þyki illa farið með tímann að setja slík mál á dagskrá í stað þess að semja við stjórnarandstöðuna um að ýmis þingmannamál og önnur mál sem samstaða ríki um verði sett á dagskrá. Þá herma heimildir fréttastofu að með þessu vilji stjórnarandstaðan mótmæla því hvernig haldið hafi verið utan um skipulag dagskrár þingfunda og lítið sem ekkert samráð hafi verið haft við stjórnarandstöðuna. Mörg af þeim málum sem sett hafi verið á dagskrá séu allt of seint fram komin. Uppfært kl. 16:55 Þingfundi var frestað til klukkan 17:30 nú rétt í þessu. Eftir því sem fréttastofa kemst næst fundar forseti Alþingis þessa stundina með formönnum þingflokka til að reyna að finna lausn á þeirri stöðu sem upp er komin. Umræða hefur farið fram um þau mál sem eru á dagskrá þingsins í dag en öllum atkvæðagreiðslum frestað. Uppfært kl. 17:35 Aftur hefur þingfundi verið frestað, nú til klukkan 18:00 á meðan forseti fundar með formönnum allra þingflokka. Áður hafði hann átt fund með þingflokksformönnum stjórnarandstöðunnar. Samkvæmt heimildum fréttastofu binda þingmenn stjórnarandstöðunnar ákveðnar vonir við að einhver af þeirra þingmannamálum verði tekin á dagskrá þingsins í vikunni.
Alþingi Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fleiri fréttir Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábygð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Sjá meira