Enski boltinn

Klopp tók þýskan túlk „á teppið“ á miðjum blaðamannafundi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jürgen Klopp var ekki sáttur með þýðingu túlksins.
Jürgen Klopp var ekki sáttur með þýðingu túlksins. Getty/ Andrew Powell

Liverpool liðið er statt í Austurríki þar sem liðið mætir Red Bull Salzburg á eftir í leik upp á sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar.Á blaðamannfundi Liverpool fyrir leikinn voru mættir knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp og fyrirliðinn Jordan Henderson.Eftir að Jordan Henderson hafði svarað einni spurningunni á ensku þá var það í verkahring þýsks túlks að færa svar hans yfir á þýsku.Jürgen Klopp er eins og allir vita Þjóðverji og skildi hvert einasta orð hjá túlkunum sem og hjá Jordan Henderson. Klopp var því ekki alveg sáttur við þýðinguna hjá túlkinum eins og sjá má hér fyrir neðan.Fólkið á ESPN hefur klippt út þennan hluta af blaðamannafundinum og láta textann fylgja með. Þar er því hægt að sjá vel hversu mislukkuðu þýðingin hjá túlkinum var.

Það má segja að Klopp hafi tekið þennan þýskan túlk „á teppið“ á miðjum blaðamannafundi. Klopp lét hann heyra það eftir að hafa þýtt sjálfur það sem Jordan Henderson sagði.Úr var frekar sérstök stund og alls ekki góð stund fyrir viðkomandi túlk sem hefur væntanlega misst starfið sitt í kjölfarið.Jürgen Klopp fann strax að stemmningin var alltof þung í salnum og henti því í einn Klopp brandara til að létta hana á ný. Hann fékk strax góð viðbrögð við því eins og sjá má í myndbandinu hér fyrir ofan.Það sést líka á þessu að Klopp er ekki knattspyrnustjóri sem leyfir mönnum að fara með einhverja vitleysu. Það er því líklegt að þrátt fyrir létt fas, húmor og skemmtilegt viðmót þá er þýski stjórinn óhræddur við að láta menn heyra það ef þeir gera hlutina ekki rétt.Leikur Red Bull Salzburg og Liverpool hefst klukkan 17.55 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.