Innlent

Simmi Vill skammar þá sem hafa opið í óveðrinu

Jakob Bjarnar skrifar
Sigmar Vilhjálmsson telur það óábyrgt ef einhverjir veitingamenn vilja hafa opið í óveðrinu.
Sigmar Vilhjálmsson telur það óábyrgt ef einhverjir veitingamenn vilja hafa opið í óveðrinu. visir/vilhelm

Sigmar Vilhjálmsson veitingamaður skrifar stutta ádrepu inn á Facebookhópinn Matartips, en þar má ná til ýmissa veitingamanna. Sigmar er afar óhress með þá sem hafa opið í óveðrinu og stefni þannig lífi og limum hugsanlegra viðskiptavina í ættu.

„Ég velti fyrir mér þeim fyrirtækjum sem velja að hafa opið i dag og fram á kvöld,“ segir Simmi. Og bætir því við að hann skilji það að hótel þurfi að vera opin. En, aðrir ættu að hugsa sinn gang.

„Hvað vakir fyrir þeim fyrirtækjum/veitingastöðum? Er virðingin fyrir starfsfólki og viðskiptavinum svo lítil að gróðavonin um að sölutölur reddist i dag vegur meira?! Hvaða fyrirtæki eru með opið i dag?“ spyr Sigmar.

Ýmsir í hópnum telja hér um of mikla dramatík að ræða. Vel megi skilja lokanir á Vestfjörðum og Norðurlandi þar sem veður er einstaklega slæmt en varla á höfuðborgarsvæðinu. „Smá vindur, flennifæri og skyggni gott,“ segir einn þeirra sem svarar Sigmari á þeim vettvangi.

Annar bendir á að Keiluhöllin og Sambíó Egilshöll séu með opið. En þar séu Liverpool-aðdáendur á ferð sem hafa lýst því yfir að þeir muni vaða eld og brennistein til að sjá leik liðsins gegn Salzburg í Meistaradeildinni í kvöld.


Tengdar fréttir

Bein útsending: Veðrið um allt land í vefmyndavélum

Aftakaveður mun ganga yfir landið í dag og á morgun. Veðurstofan hefur í fyrsta sinn gefið út rauða viðvörun frá því að litakóðakerfið var tekið upp, en það er á Norðurlandi vestra og Ströndum. Alls staðar annars staðar hefur verið gefin út appelsínugul viðvörun.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.