Innlent

Simmi Vill skammar þá sem hafa opið í óveðrinu

Jakob Bjarnar skrifar
Sigmar Vilhjálmsson telur það óábyrgt ef einhverjir veitingamenn vilja hafa opið í óveðrinu.
Sigmar Vilhjálmsson telur það óábyrgt ef einhverjir veitingamenn vilja hafa opið í óveðrinu. visir/vilhelm

Sigmar Vilhjálmsson veitingamaður skrifar stutta ádrepu inn á Facebookhópinn Matartips, en þar má ná til ýmissa veitingamanna. Sigmar er afar óhress með þá sem hafa opið í óveðrinu og stefni þannig lífi og limum hugsanlegra viðskiptavina í ættu.

„Ég velti fyrir mér þeim fyrirtækjum sem velja að hafa opið i dag og fram á kvöld,“ segir Simmi. Og bætir því við að hann skilji það að hótel þurfi að vera opin. En, aðrir ættu að hugsa sinn gang.

„Hvað vakir fyrir þeim fyrirtækjum/veitingastöðum? Er virðingin fyrir starfsfólki og viðskiptavinum svo lítil að gróðavonin um að sölutölur reddist i dag vegur meira?! Hvaða fyrirtæki eru með opið i dag?“ spyr Sigmar.

Ýmsir í hópnum telja hér um of mikla dramatík að ræða. Vel megi skilja lokanir á Vestfjörðum og Norðurlandi þar sem veður er einstaklega slæmt en varla á höfuðborgarsvæðinu. „Smá vindur, flennifæri og skyggni gott,“ segir einn þeirra sem svarar Sigmari á þeim vettvangi.

Annar bendir á að Keiluhöllin og Sambíó Egilshöll séu með opið. En þar séu Liverpool-aðdáendur á ferð sem hafa lýst því yfir að þeir muni vaða eld og brennistein til að sjá leik liðsins gegn Salzburg í Meistaradeildinni í kvöld.


Tengdar fréttir

Bein útsending: Veðrið um allt land í vefmyndavélum

Aftakaveður mun ganga yfir landið í dag og á morgun. Veðurstofan hefur í fyrsta sinn gefið út rauða viðvörun frá því að litakóðakerfið var tekið upp, en það er á Norðurlandi vestra og Ströndum. Alls staðar annars staðar hefur verið gefin út appelsínugul viðvörun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×