Innlent

Bein útsending: Veðrið um allt land í vefmyndavélum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Frá Sæbraut um klukkan fjögur í dag.
Frá Sæbraut um klukkan fjögur í dag. Advania

Aftakaveður mun ganga yfir landið í dag og á morgun. Veðurstofan hefur í fyrsta sinn gefið út rauða viðvörun frá því að litakóðakerfið var tekið upp, en það er á Norðurlandi vestra og Ströndum. Alls staðar annars staðar hefur verið gefin út appelsínugul viðvörun.

Ljóst er að óveðrið mun hafa mikil áhrif á samgöngur, skólahald, atvinnulíf og daglegt líf Íslendinga og mun Vísir flytja fréttir af óveðrinu í allan dag.

Vefmyndavélar eru víða um land þar sem sjá má stöðu mála hvað veðrið varðar. Bæði á höfuðborgarsvæðinu og víðs vegar um landið.

Advania er með vefmyndavél á Sæbraut en til stendur að loka fyrir umferð um götuna klukkan 15 vegna veðurs.

Snerpa er með vefmyndavél við Sundahöfn á Ísafirði. Fleiri vefmyndavélar frá Snerpu má sjá hér.Vefverslunin Geisli býður upp á vefmyndavél frá höfninni í Vestmannaeyjum.

Fyrirtækið Shipbrokers Ltd er með vefmyndavél á skrifstofu sinni við Reykjavíkurhöfn.

Hægt er að fylgjast með Sundahöfn í streymi frá skrifstofum auglýsingastofunnar Sahara við Vatnagarða. Esjan blasir venjulega við en í dag hefur lítið sést til hennar.

Hér má svo sjá vefmyndavélar á þaki Orkuveitu Reykjavíkur.


Óveðrið séð frá skrifstofum SAHARA

Posted by Sahara on Tuesday, December 10, 2019

Að neðan má sjá lægðina í kringum landið eins og hún birtist á vefsíðunni Windy.

Fjölmargar vefmyndavélar má finna á heimasíðu Veðurstofunnar.

Þá er Vegagerðin með vefmyndavélar um allt land.

Hér má finna vefmyndavélar á Hornafirði.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.