Enski boltinn

Guar­diola bannaði jóla­partýið eftir vand­ræðin 2018

Anton Ingi Leifsson skrifar
Guardiola hugsi.
Guardiola hugsi. vísir/getty

Leikmenn Manchester City fá ekkert jólapartý þetta árið en stjóri liðsins, Pep Guardiola, hefur bannað partýið þetta árið.

City tapaði tveimur leikjum í röð í desember á síðustu leiktíð en bæði töpin komu í vikunni eftir jólagleði leikmanna og starfsmanna félagsins.

Meistararnir töpuðu þá fyrir Crystal Palace og Leicester í sömu vikunni en margir leikmenn héldu gleðinni áfram eftir hátíð City og voru á næturklúbbum fram eftir morgni.







Enginn leikmaður missti af æfingu liðsins daginn eftir en Guardiola er sagður hafa kennt partýinu um að liðið hafi tapað gegn Crystal Palace 3-2 og svo fjórum dögum síðar fyrir Leicester, 2-1.

City vann svo 18 af síðustu 19 leikjum sínum í deildinni og náði þannig að vinna deildina en nú er liðið fjórtán stigum á eftir Liverpool eftir einungis sextán leiki.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×