Ronaldo skaut Juventus á toppinn

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Þægilegt dagsverk
Þægilegt dagsverk vísir/getty

Cristiano Ronaldo var maðurinn í Torínó borg í dag eins og stundum áður þegar Juventus fékk Udinese í heimsókn í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta.Heimamenn voru miklu betri í fyrri hálfleik og óðu í færum. Ronaldo opnaði markareikninginn strax á níundu mínútu og hann tvöfaldaði forystuna á 37.mínútu.Leonardo Bonucci sá til þess að Juventus færi með þriggja marka forystu í leikhléið þegar hann skoraði á síðustu mínútu fyrri hálfleiks.Í síðari hálfleik setti Juventus í hlutlausan gír og sigldi öruggum sigri heim og kom það ekki að sök þó Ignacio Pussetto hafi náð að klóra í bakkann fyrir gestina í uppbótartíma.Juventus með eins stigs forystu á toppi deildarinnar en Inter getur endurheimt toppsætið í kvöld þegar liðið mætir Fiorentina.

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.