Inter fékk á sig jöfnunarmark í uppbótartíma

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Vlahovic fagnar jöfnunarmarki sínu.
Vlahovic fagnar jöfnunarmarki sínu. vísir/getty

Inter gerði 1-1 jafntefli við Fiorentina í Flórens í lokaleik dagsins í ítölsku úrvalsdeildinni.

Dusan Vlahovic, 19 ára Serbi, skoraði jöfnunarmark Fiorentina þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Hann setti boltann þá með vinstri fæti í fjærhornið eftir góðan sprett.

Inter náði forystunni strax á 8. mínútu þegar spænski miðjumaðurinn Borja Valero skoraði með lúmsku skoti.

Gestunum frá Mílanó tókst ekki að bæta við mörkum og þeim var refsað undir lokin.

Þetta er annað jafntefli Inter í röð. Það dugði liðinu þó til að endurheimta toppsætið. Inter er með 39 stig, jafn mörg og Juventus.

Fiorentina er í 13. sæti deildarinnar með 17 stig. Liðið hefur ekki unnið deildarleik síðan 30. október.

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.