Innlent

Kærir gæslu­varð­halds­úr­skurð vegna and­látsins í Úlf­árs­ár­dal

Eiður Þór Árnason skrifar
Hinn grunaði var leiddur fyrir dómara á mánudag. Hann var með glóðurauga og skurð við vinstra auga.
Hinn grunaði var leiddur fyrir dómara á mánudag. Hann var með glóðurauga og skurð við vinstra auga. Vísir/Vilhelm

Maðurinn sem er grunaður um að hafa átt þátt í dauðsfalli manns í Úlfársárdal síðasta sunnudag hefur kært gæsluvarðhaldsúrskurð yfir sér til Landsréttar. RÚV greinir frá þessu. Farið var fram á gæsluvarðhald yfir honum á mánudag eftir að maður á sextugsaldri lést af sárum sínum þegar hann féll af svölum fjölbýlishúss.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu yfirheyrði fimm menn sem voru handteknir í tengslum við málið en einungis var farið fram á gæsluvarðhald yfir einum þeirra fram til 19. desember. Féllst Héraðsdómur Reykjavíkur á þá kröfu lögreglunnar og var hinum fjórum sleppt úr haldi.

Mennirnir eru allir frá Litháen samkvæmt heimildum fréttastofu og eru hér á landi í tímabundinni vinnu.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu um miðjan dag síðasta sunnudag að karlmaður hefði fallið fram af svölum fjölbýlishúss við Skyggnisbraut í Úlfarsárdal.

Fjölmenn lið lögreglu- og sjúkraflutningamanna var sent á vettvang auk sérsveitar Ríkislögreglustjóra. Maðurinn var fluttur á slysadeild þar sem hann var úrskurðaður látinn.

Samkvæmt upplýsingum fréttastofu þurftu lögreglumenn að brjóta sér leið inn í íbúð á þriðju hæð þar sem fimm menn voru innandyra.


Tengdar fréttir

Íbúar í Úlfarsárdal harmi slegnir vegna andlátsins

Karlmaður um fimmtugt var í dag úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um að eiga aðild að andláti manns sem féll fram af svölum fjölbýlishúss í Úlfarsárdal í gær. Fjórum öðrum, sem handteknir voru í tengslum við málið, hefur verið sleppt.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×