Innlent

Kærir gæslu­varð­halds­úr­skurð vegna and­látsins í Úlf­árs­ár­dal

Eiður Þór Árnason skrifar
Hinn grunaði var leiddur fyrir dómara á mánudag. Hann var með glóðurauga og skurð við vinstra auga.
Hinn grunaði var leiddur fyrir dómara á mánudag. Hann var með glóðurauga og skurð við vinstra auga. Vísir/Vilhelm

Maðurinn sem er grunaður um að hafa átt þátt í dauðsfalli manns í Úlfársárdal síðasta sunnudag hefur kært gæsluvarðhaldsúrskurð yfir sér til Landsréttar. RÚV greinir frá þessu. Farið var fram á gæsluvarðhald yfir honum á mánudag eftir að maður á sextugsaldri lést af sárum sínum þegar hann féll af svölum fjölbýlishúss.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu yfirheyrði fimm menn sem voru handteknir í tengslum við málið en einungis var farið fram á gæsluvarðhald yfir einum þeirra fram til 19. desember. Féllst Héraðsdómur Reykjavíkur á þá kröfu lögreglunnar og var hinum fjórum sleppt úr haldi.

Mennirnir eru allir frá Litháen samkvæmt heimildum fréttastofu og eru hér á landi í tímabundinni vinnu.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu um miðjan dag síðasta sunnudag að karlmaður hefði fallið fram af svölum fjölbýlishúss við Skyggnisbraut í Úlfarsárdal.

Fjölmenn lið lögreglu- og sjúkraflutningamanna var sent á vettvang auk sérsveitar Ríkislögreglustjóra. Maðurinn var fluttur á slysadeild þar sem hann var úrskurðaður látinn.

Samkvæmt upplýsingum fréttastofu þurftu lögreglumenn að brjóta sér leið inn í íbúð á þriðju hæð þar sem fimm menn voru innandyra.


Tengdar fréttir

Íbúar í Úlfarsárdal harmi slegnir vegna andlátsins

Karlmaður um fimmtugt var í dag úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um að eiga aðild að andláti manns sem féll fram af svölum fjölbýlishúss í Úlfarsárdal í gær. Fjórum öðrum, sem handteknir voru í tengslum við málið, hefur verið sleppt.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.