Úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna andláts í Úlfarsárdal Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. desember 2019 14:32 Hinn grunaði var leiddur fyrir dómara eftir hádegið í dag. Hann var með glóðurauga og skurð við vinstra auga. Vísir/Vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur í gærkvöldi og í morgun yfirheyrt mennina fimm sem handteknir voru í Úlfarsárdal, síðdegis í gær eftir að maður féll fram af svölum fjölbýlishúss. Maðurinn, sem var á sextugsaldri, lést af sárum sínum. Farið var fram á gæsluvarðhald yfir einum þeirra til 19. desember nk. og féllst Héraðdsómur Reykjavíkur á þá kröfu lögreglunnar. Hinum fjórum hefur verið sleppt úr haldi. Maðurinn sem er í haldi lögreglu er um fimmtugt. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu um miðjan dag að karlmaður hefði fallið fram af svölum fjölbýlishúss við Skyggnisbraut í Úlfarsárdal. Fjölmenn lið lögreglu- og sjúkraflutningamanna var sent á vettvang auk sérsveitar Ríkislögreglustjóra. Maðurinn var fluttur á slysadeild þar sem hann var úrskurðaður látinn. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu þurftu lögreglumenn að brjóta sér leið inn í íbúð á þriðju hæð þar sem fimm menn voru innan dyra. Voru þeir allir handteknir vegna málsins. Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir í samtali við fréttastofu að mennirnir hafi verið yfirheyrðir í gærkvöldi og í morgun. Mennirnir eru allir frá Litháen samkvæmt heimildum fréttastofu og eru hér á landi í tímabundinni vinnu. Í tilkynningu frá lögreglu segir að rannsókn miði vel og miði að því að leiða í ljós með hvaða hætti maðurinn féll fram af svölunum.Fréttin var uppfærð kl. 17:57. Lögreglumál Reykjavík Andlát í Úlfarsárdal Tengdar fréttir Fimm handteknir vegna mannsláts í Úlfarsárdal Mikill viðbúnaður lögreglu var á vettvangi. 8. desember 2019 17:00 Mennirnir yfirheyrðir vegna andláts í Úlfarsárdal Yfirheyrslur yfir fimm mönnum sem handteknir voru í tengslum við andlát manns í Úlfarsárdal í gær hófust í gærkvöldi og standa enn yfir. 9. desember 2019 08:25 Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur í gærkvöldi og í morgun yfirheyrt mennina fimm sem handteknir voru í Úlfarsárdal, síðdegis í gær eftir að maður féll fram af svölum fjölbýlishúss. Maðurinn, sem var á sextugsaldri, lést af sárum sínum. Farið var fram á gæsluvarðhald yfir einum þeirra til 19. desember nk. og féllst Héraðdsómur Reykjavíkur á þá kröfu lögreglunnar. Hinum fjórum hefur verið sleppt úr haldi. Maðurinn sem er í haldi lögreglu er um fimmtugt. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu um miðjan dag að karlmaður hefði fallið fram af svölum fjölbýlishúss við Skyggnisbraut í Úlfarsárdal. Fjölmenn lið lögreglu- og sjúkraflutningamanna var sent á vettvang auk sérsveitar Ríkislögreglustjóra. Maðurinn var fluttur á slysadeild þar sem hann var úrskurðaður látinn. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu þurftu lögreglumenn að brjóta sér leið inn í íbúð á þriðju hæð þar sem fimm menn voru innan dyra. Voru þeir allir handteknir vegna málsins. Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir í samtali við fréttastofu að mennirnir hafi verið yfirheyrðir í gærkvöldi og í morgun. Mennirnir eru allir frá Litháen samkvæmt heimildum fréttastofu og eru hér á landi í tímabundinni vinnu. Í tilkynningu frá lögreglu segir að rannsókn miði vel og miði að því að leiða í ljós með hvaða hætti maðurinn féll fram af svölunum.Fréttin var uppfærð kl. 17:57.
Lögreglumál Reykjavík Andlát í Úlfarsárdal Tengdar fréttir Fimm handteknir vegna mannsláts í Úlfarsárdal Mikill viðbúnaður lögreglu var á vettvangi. 8. desember 2019 17:00 Mennirnir yfirheyrðir vegna andláts í Úlfarsárdal Yfirheyrslur yfir fimm mönnum sem handteknir voru í tengslum við andlát manns í Úlfarsárdal í gær hófust í gærkvöldi og standa enn yfir. 9. desember 2019 08:25 Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Fimm handteknir vegna mannsláts í Úlfarsárdal Mikill viðbúnaður lögreglu var á vettvangi. 8. desember 2019 17:00
Mennirnir yfirheyrðir vegna andláts í Úlfarsárdal Yfirheyrslur yfir fimm mönnum sem handteknir voru í tengslum við andlát manns í Úlfarsárdal í gær hófust í gærkvöldi og standa enn yfir. 9. desember 2019 08:25