Innlent

Íbúar í Úlfarsárdal harmi slegnir vegna andlátsins

Jóhann K. Jóhannsson skrifar
Íbúar við Skyggnisbraut eru harmi slegnir vegna málsins.
Íbúar við Skyggnisbraut eru harmi slegnir vegna málsins. Vísir/Friðrik

Karlmaður um fimmtugt var í dag úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um að eiga aðild að andláti manns sem féll fram af svölum fjölbýlishúss í Úlfarsárdal í gær. Fjórum öðrum, sem handteknir voru í tengslum við málið, hefur verið sleppt.

Tæknideild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hélt áfram í dag að rannsaka íbúð, þaðan sem maður féll fram af svölum og lést við fjölbýlishúss við Skyggnisbraut í Úlfarsárdal í gær. Þá var fjölmennt lið lögreglu- og sjúkraflutningamanna var sent á vettvang auk sérsveitar Ríkislögreglustjóra.

Á vettvangi í gær voru fimm karlmenn, allir með erlent ríkisfang handteknir en lögregla þurfi að brjóta sér leið inn í íbúð þeirra á þriðju hæð þaðan sem maðurinn féll. Hann var einnig erlendur ríkisborgari.

Lögregla rannsakar málið sem sakamál. Fréttastofa hefur rætt við íbúa í fjölbýlishúsunum hér við Skyggnisbraut sem eru harmi slegnir vegna málsins. Fæstir þeir íbúar sem fréttastofa hefur rætt við urðu varir við það þegar atvikið átti sér stað.

Arlindo Soasres Bandeira býr í íbúðinni fyrir neðan þar sem atvikið átti sér stað.Vísir/JKJ

Gleðskapur í íbúðinni nóttina áður

Samkvæmt heimildum fréttastofu eru allir mennirnir, sem í íbúðinni voru, frá Litháen og höfðu verið hér á landi um hríð. Einn íbúa hússins, Arlindo Bandeira, segir að gleðskapur hafði verið í íbúðinni nóttina áður.

„Núna síðast var partí á laugardag. Við gátum ekki sofnað hérna fyrir neðan út af því það voru svo mikil læti uppi,“ segir Arlindo.

Svalirnar það sem maðurinn féll eru með háum steyptum vegg. Arlindo segist margoft hafa tilkynnt lögreglu um gleðskap frá íbúðinni.

„Ég skal segja þér að ég var oft að hringja á lögregluna til að koma til þess að stöðva gleðskap. Næstum aðra hverja helgi var partí hérna fyrir ofan,“ segir Arlindo.

Í dag var einn mannanna var í dag úrskurðaður, að kröfu lögreglu, í gæsluvarðhald sem var samþykkt til 19. desember. Hinir fjórir sem handteknir var sleppt úr haldi.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×