Enski boltinn

Jón Daði spilaði í sigri á Derby

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Jón Daði Böðvarsson
Jón Daði Böðvarsson vísir/getty

Íslenski landsliðsmaðurinn Jón Daði Böðvarsson var í byrjunarliði Millwall í dag þegar liðið sótti Derby County heim í ensku B-deildinni í fótbolta. 

Eina mark leiksins var skorað af Tom Bradshaw eftir 25 mínútna leik en Jóni Daða var skipt af velli á 67.mínútu. Sterkur útisigur hjá Millwall sem lyftir liðinu upp í 11.sæti en Derby, sem mun hafa ensku goðsögnina Derby County í sínu liði frá og með áramótum, er í 16.sæti deildarinnar.

Á Elland Road fór Leeds United illa að ráði sínu og mistókst að endurheimta toppsæti deildarinnar af WBA.

Leeds var með Cardiff í heimsókn og komust heimamenn í 3-0 í upphafi síðari hálfleiks. Gestirnir frá Cardiff náðu hins vegar að koma til baka og jafna leikinn í 3-3. Leeds engu að síður í fínum málum í 2.sæti deildarinnar með 10 stigum meira en Preston North End í 3.sætinu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.