Enski boltinn

Jón Daði spilaði í sigri á Derby

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Jón Daði Böðvarsson
Jón Daði Böðvarsson vísir/getty

Íslenski landsliðsmaðurinn Jón Daði Böðvarsson var í byrjunarliði Millwall í dag þegar liðið sótti Derby County heim í ensku B-deildinni í fótbolta. Eina mark leiksins var skorað af Tom Bradshaw eftir 25 mínútna leik en Jóni Daða var skipt af velli á 67.mínútu. Sterkur útisigur hjá Millwall sem lyftir liðinu upp í 11.sæti en Derby, sem mun hafa ensku goðsögnina Derby County í sínu liði frá og með áramótum, er í 16.sæti deildarinnar.Á Elland Road fór Leeds United illa að ráði sínu og mistókst að endurheimta toppsæti deildarinnar af WBA.Leeds var með Cardiff í heimsókn og komust heimamenn í 3-0 í upphafi síðari hálfleiks. Gestirnir frá Cardiff náðu hins vegar að koma til baka og jafna leikinn í 3-3. Leeds engu að síður í fínum málum í 2.sæti deildarinnar með 10 stigum meira en Preston North End í 3.sætinu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.