Enski boltinn

Segja Emery hafa hafnað tilboði Everton

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Emery tók við Arsenal í maí 2018 en entist ekki lengi í starfi.
Emery tók við Arsenal í maí 2018 en entist ekki lengi í starfi. vísir/getty

Unai Emery þurfti ekki að bíða lengi eftir nýju starfstilboði eftir að hafa verið rekinn úr starfi hjá Arsenal á dögunum ef marka má heimildir spænska blaðsins Marca.

Samkvæmt þeim heimildum fékk Emery tilboð frá Everton en spænski knattspyrnustjórinn var fljótur að gefa liði Gylfa Sigurðssonar svar sem var neikvætt.

Emery á sömuleiðis að hafa hafnað tveimur tilboðum frá Kína en þessi 48 ára gamli Spánverji hefur þjálfað PSG, Sevilla, Spartak Moskvu, Valencia og Almeria auk Arsenal á 15 ára þjálfaraferli sínum.

Everton er í stjóraleit eftir að hafa látið Marco Silva taka pokann sinn á dögunum en Duncan Ferguson stýrir liðinu til bráðabirgða og verður á hliðarlínunni á Old Trafford í dag þegar liðið heimsækir Manchester United.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×