Tjón Landsnets áætlað 3 - 400 milljónir Birgir Olgeirsson skrifar 14. desember 2019 18:35 Tjón Landsnets vegna veðurofsans hleypur á þrjú til fjögur hundruð milljónum króna. Fimm heimili eru án rafmagns í dreifikerfi Rariks og verða það væntanlega til morguns en allir aðrir sem urðu fyrir rafmagnsleysi eru komnir með rafmagn. Samkvæmt upplýsingum frá Rarik eru þar ekki talin hús sem hafa verið rýmd og sumarbústaðir. 360 heimili og fyrirtæki á Norðurlandi voru enn án rafmagns í byrjun dags vegna þeirra skemmda sem urðu á flutnings- og dreifikerfi raforku í veðurofsanum í vikunni. Fyrir tilstuðlan viðgerða og varaafls var sá fjöldi kominn niður í fimm heimili nú fyrir fréttir búist að svo verði til morguns. Hjá Landsneti hafa viðgerðir á byggðalínunni svokölluðu staðið yfir síðustu daga og verkið gengið þokkalega vel. „Í gær gátum við tengt Breiðadalslínu á Vestfjörðum við kerfið. Sem þýddi að þá var hægt að taka Vestfirði af varaafli. Í gær vorum við líka með fjörutíu manns í vinnu við Dalvíkurlínu sem var línan sem fór verst út í þessu veðri. Við notuðum daginn við að hreinsa ísingu af línunum og taka brakið af brotnu staurunum og byrjuðum í dag að reisa nýja staura,“ segir Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Landsnets. Varðskipið Þór hefur séð Dalvíkurbyggð fyrir varafli. Búist er við að skipið verði þar í nokkra daga í viðbót því viðgerðir á Dalvíkurlínu munu taka nokkra daga. „Við erum að vonast til að línan verði komin í rekstur á miðvikudag í næstu viku.“ Flogið var yfir Kópaskerslínu, Húsavíkurlínu og Laxárlínu í dag til að meta tjónið og verður farið í þær eftir Dalvíkurlínuna. „En það eru góðar fréttir af Kópaskerslínu. Við gátum tengt hluta af henni við kerfið í dag. Við það losna þrjár varaaflsvélar sem er hægt að nota einhversstaðar annarsstaðar þar sem þörf er á.“Er Landsnet farið að áætla tjónið af þessum ofsa? „Það er ljóst að þetta er mikið tjón og við reiknum með að þetta hlaupi á 3 – 400 milljónum þegar uppi er staðið.“ Atburðir vikunnar sýna að styrkja þurfi kerfið. „Við höfum talað lengi fyrir því hjá Landsneti. Við erum með Byggðalínu sem er að verða hálfrar aldar gömul. Það er ljóst að það þarf að fara í styrkingar og gera það eins fljótt og mögulegt er.“ Óveður 10. og 11. desember 2019 Tengdar fréttir Þór mun þurfa að sjá Dalvík fyrir rafmagni næstu daga Íbúarnir þakklátir fyrir ylinn. 14. desember 2019 12:03 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira
Tjón Landsnets vegna veðurofsans hleypur á þrjú til fjögur hundruð milljónum króna. Fimm heimili eru án rafmagns í dreifikerfi Rariks og verða það væntanlega til morguns en allir aðrir sem urðu fyrir rafmagnsleysi eru komnir með rafmagn. Samkvæmt upplýsingum frá Rarik eru þar ekki talin hús sem hafa verið rýmd og sumarbústaðir. 360 heimili og fyrirtæki á Norðurlandi voru enn án rafmagns í byrjun dags vegna þeirra skemmda sem urðu á flutnings- og dreifikerfi raforku í veðurofsanum í vikunni. Fyrir tilstuðlan viðgerða og varaafls var sá fjöldi kominn niður í fimm heimili nú fyrir fréttir búist að svo verði til morguns. Hjá Landsneti hafa viðgerðir á byggðalínunni svokölluðu staðið yfir síðustu daga og verkið gengið þokkalega vel. „Í gær gátum við tengt Breiðadalslínu á Vestfjörðum við kerfið. Sem þýddi að þá var hægt að taka Vestfirði af varaafli. Í gær vorum við líka með fjörutíu manns í vinnu við Dalvíkurlínu sem var línan sem fór verst út í þessu veðri. Við notuðum daginn við að hreinsa ísingu af línunum og taka brakið af brotnu staurunum og byrjuðum í dag að reisa nýja staura,“ segir Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Landsnets. Varðskipið Þór hefur séð Dalvíkurbyggð fyrir varafli. Búist er við að skipið verði þar í nokkra daga í viðbót því viðgerðir á Dalvíkurlínu munu taka nokkra daga. „Við erum að vonast til að línan verði komin í rekstur á miðvikudag í næstu viku.“ Flogið var yfir Kópaskerslínu, Húsavíkurlínu og Laxárlínu í dag til að meta tjónið og verður farið í þær eftir Dalvíkurlínuna. „En það eru góðar fréttir af Kópaskerslínu. Við gátum tengt hluta af henni við kerfið í dag. Við það losna þrjár varaaflsvélar sem er hægt að nota einhversstaðar annarsstaðar þar sem þörf er á.“Er Landsnet farið að áætla tjónið af þessum ofsa? „Það er ljóst að þetta er mikið tjón og við reiknum með að þetta hlaupi á 3 – 400 milljónum þegar uppi er staðið.“ Atburðir vikunnar sýna að styrkja þurfi kerfið. „Við höfum talað lengi fyrir því hjá Landsneti. Við erum með Byggðalínu sem er að verða hálfrar aldar gömul. Það er ljóst að það þarf að fara í styrkingar og gera það eins fljótt og mögulegt er.“
Óveður 10. og 11. desember 2019 Tengdar fréttir Þór mun þurfa að sjá Dalvík fyrir rafmagni næstu daga Íbúarnir þakklátir fyrir ylinn. 14. desember 2019 12:03 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira
Þór mun þurfa að sjá Dalvík fyrir rafmagni næstu daga Íbúarnir þakklátir fyrir ylinn. 14. desember 2019 12:03
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent