Fótbolti

Ljóst hvaða lið mætir Liverpool í undanúrslitum HM

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Gabi og félagar lutu í lægra haldi fyrir Monterrey í kvöld
Gabi og félagar lutu í lægra haldi fyrir Monterrey í kvöld vísir/getty

Í kvöld varð ljóst hvaða lið mætir Evrópumeisturum Liverpool í undanúrslitum HM félagsliða sem fram fer í Katar þessa dagana.Mexíkóska liðið Monterrey bíður Evrópumeistaranna en þeir lögðu Al-Sadd frá Katar í kvöld en síðarnefnda liðinu er stýrt af spænsku goðsögninni Xavi. Monterrey vann leikinn 3-2.Monterrey sigraði Meistaradeild CONCACAF á síðustu leiktíð en liðið hefur fjórum sinnum orðið meistari í heimalandinu, síðast árið 2010. Margir öflugir Argentínumenn eru á mála hjá félaginu og sömuleiðis einn leikmaður með reynslu úr ensku úrvalsdeildinni því Vincent Janssen gekk í raðir Monterrey frá Tottenham síðasta sumar.Í hinum undanúrslitaleiknum mætast Flamengo frá Brasilíu og Al Hilal frá Sádi Arabíu.Leikur Liverpool og Flamengo verður spilaður í Doha miðvikudaginn 18.desember næstkomandi.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.