Fótbolti

Ljóst hvaða lið mætir Liverpool í undanúrslitum HM

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Gabi og félagar lutu í lægra haldi fyrir Monterrey í kvöld
Gabi og félagar lutu í lægra haldi fyrir Monterrey í kvöld vísir/getty

Í kvöld varð ljóst hvaða lið mætir Evrópumeisturum Liverpool í undanúrslitum HM félagsliða sem fram fer í Katar þessa dagana.

Mexíkóska liðið Monterrey bíður Evrópumeistaranna en þeir lögðu Al-Sadd frá Katar í kvöld en síðarnefnda liðinu er stýrt af spænsku goðsögninni Xavi. Monterrey vann leikinn 3-2.

Monterrey sigraði Meistaradeild CONCACAF á síðustu leiktíð en liðið hefur fjórum sinnum orðið meistari í heimalandinu, síðast árið 2010. Margir öflugir Argentínumenn eru á mála hjá félaginu og sömuleiðis einn leikmaður með reynslu úr ensku úrvalsdeildinni því Vincent Janssen gekk í raðir Monterrey frá Tottenham síðasta sumar.

Í hinum undanúrslitaleiknum mætast Flamengo frá Brasilíu og Al Hilal frá Sádi Arabíu.

Leikur Liverpool og Flamengo verður spilaður í Doha miðvikudaginn 18.desember næstkomandi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.