Innlent

Ofsaveðrið hitamál í Víglínunni

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar

Ofsaveðrið sem gekk yfir landið í vikunni og þær afleiðingar sem það hefur haft hefur vakið margar spurningar um innviði landsins og hvað þurfi að gera betur.

Elín Margrét Böðvarsdóttir fréttamaður fær Bjarna Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, í Víglínuna á Stöð 2 í dag sem fer meðal annars yfir viðbrögð stjórnvalda en þjóðaröryggisráð var til að mynda kallað saman sérstaklega vegna veðursins, í fyrsta sinn utan reglubundinna funda ráðsins. Þá ræða þau einnig pólitíkina og stöðuna í stjórnarsamstarfinu nú þegar kjörtímabilið er hálfnað.

Í seinni hluta þáttarins verða þau Tryggvi Þór Haraldsson, forstjóri Rarik og Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri Húnaþings vestra gestir Víglínunnar. Þau fara yfir stöðuna í kjölfar óveðursins, ræða afleiðingarnar fyrir íbúa þess svæðis þar sem rafmagnsleysi varði hvað lengst og hvað hefur tafið nauðsynlegar framkvæmdir.

Víglínan er í opinni dagskrá á Stöð 2 og Vísi og hefst klukkan 17:40.

Uppfært:
Þáttinn í heild má sjá í spilaranum að ofan.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.