Innlent

Ofsaveðrið hitamál í Víglínunni

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar

Ofsaveðrið sem gekk yfir landið í vikunni og þær afleiðingar sem það hefur haft hefur vakið margar spurningar um innviði landsins og hvað þurfi að gera betur.

Elín Margrét Böðvarsdóttir fréttamaður fær Bjarna Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, í Víglínuna á Stöð 2 í dag sem fer meðal annars yfir viðbrögð stjórnvalda en þjóðaröryggisráð var til að mynda kallað saman sérstaklega vegna veðursins, í fyrsta sinn utan reglubundinna funda ráðsins. Þá ræða þau einnig pólitíkina og stöðuna í stjórnarsamstarfinu nú þegar kjörtímabilið er hálfnað.

Í seinni hluta þáttarins verða þau Tryggvi Þór Haraldsson, forstjóri Rarik og Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri Húnaþings vestra gestir Víglínunnar. Þau fara yfir stöðuna í kjölfar óveðursins, ræða afleiðingarnar fyrir íbúa þess svæðis þar sem rafmagnsleysi varði hvað lengst og hvað hefur tafið nauðsynlegar framkvæmdir.

Víglínan er í opinni dagskrá á Stöð 2 og Vísi og hefst klukkan 17:40.

Uppfært:

Þáttinn í heild má sjá í spilaranum að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×