Fótbolti

PAOK haldið hreinu í sex af síðustu átta leikjum sem Sverrir hefur byrjað

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sverrir Ingi stóð fyrir sínu í vörn PAOK.
Sverrir Ingi stóð fyrir sínu í vörn PAOK. vísir/getty

Sverrir Ingi Ingason var á sínum stað í vörn PAOK sem vann 0-3 sigur á Panetolikos í grísku úrvalsdeildinni í kvöld.PAOK, sem varð grískur meistari á síðasta tímabili, er í 2. sæti deildarinnar með 34 stig, jafn mörg og topplið Olympiacos.PAOK og Olympiacos eru í sérflokki en tíu stig skilja þau og liðið í 3. sæti, AEK Aþenu, að.Sverrir Ingi hefur leikið allan tímann í síðustu átta deildarleikjum PAOK.Liðið hefur unnið sex þeirra, gert tvö jafntefli, aðeins fengið á sig þrjú mörk og haldið sex sinnum hreinu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.