Fótbolti

PAOK haldið hreinu í sex af síðustu átta leikjum sem Sverrir hefur byrjað

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sverrir Ingi stóð fyrir sínu í vörn PAOK.
Sverrir Ingi stóð fyrir sínu í vörn PAOK. vísir/getty

Sverrir Ingi Ingason var á sínum stað í vörn PAOK sem vann 0-3 sigur á Panetolikos í grísku úrvalsdeildinni í kvöld.

PAOK, sem varð grískur meistari á síðasta tímabili, er í 2. sæti deildarinnar með 34 stig, jafn mörg og topplið Olympiacos.

PAOK og Olympiacos eru í sérflokki en tíu stig skilja þau og liðið í 3. sæti, AEK Aþenu, að.

Sverrir Ingi hefur leikið allan tímann í síðustu átta deildarleikjum PAOK.

Liðið hefur unnið sex þeirra, gert tvö jafntefli, aðeins fengið á sig þrjú mörk og haldið sex sinnum hreinu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.