Innlent

Rúmlega 100 skjálftar frá miðnætti

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Skjálftarnir hafa fundist vel á Reykjanesi.
Skjálftarnir hafa fundist vel á Reykjanesi. Vísir/vilhelm

Á annað hundrað skjálfta hafa mælst á Suðurnesjum frá miðnætti, þar af þrír af stærðinni 3 og einn af stærðinni 2,9. Alls hafa um 500 skjálftar mælst á þessu svæði frá því á miðnætti aðfaranótt sunnudags og hafa ellefu þeirra verið á bilinu 3 til 3,7.

Skjálftarnir eru aðallega austast í Fagradalsfjalli á Suðurnesjum, en að sögn Veðurstofunnar hafa einnig mælst skjálftar vestast í fjallinu.

Í orðsendingu frá Veðurstofunni í nótt segir að borist hafi allmargar tilkynningar frá fólki sem hefur orðið vart við skjálftana og „má gera ráð fyrir að þeir hafi allir fundist vel í nærliggjandi byggð, Grindavík og Keflavík.“


Tengdar fréttir

Skjálfti að stærð 3,5 mældist við Fagradalsfjall

Nokkrir smærri skjálftar mældust í aðdraganda hans og hafa fylgt honum en samkvæmt tilkynningu frá Veðurstofu Íslands hafa borist tilkynningar um að skjálftinn hafi fundist á höfuðborgarsvæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×