Innlent

Ríflega þrjú hundruð skjálftar síðan í morgun

Sylvía Hall skrifar
Fyrsti skjálftinn var 3,5 að stærð við Fagradalsfjall á Reykjanesskaga.
Fyrsti skjálftinn var 3,5 að stærð við Fagradalsfjall á Reykjanesskaga. Veðurstofa Íslands

Jarðskjálftahrinan sem hófst um klukkan átta í morgun hefur tekið sig upp að nýju og hafa ríflega þrjú hundruð skjálftar orðið á svæðinu síðan í morgun. Tveir skjálftar urðu rétt fyrir klukkan átta í kvöld.

Fyrsti skjálftinn var 3,5 að stærð við Fagradalsfjall á Reykjanesskaga. Töluvert var um eftirskjálfta en það dró úr hrinunni upp úr hádegi. Í kvöld tók hún sig svo aftur upp að nýju.

Sjá einnig: Annar skjálfti við Fagradalsfjall

Fyrsti skjálftinn í kvöld varð klukkan 19:48 og mældist hann 3,6 að stærð og fyldi annar jafn stór skjálfti í kjölfarið klukkan 19:57. Klukkan 20:13 mældist svo skjálfti 3,4 að stærð og og tveir aðeins minni klukkan 20:15 og 20:17 sem voru báðir 3 að stærð.

Tilkynningar um skjálftann hafa borist frá Akranesi, Grindavík, Keflavík, höfuðborgarsvæðinu og öðrum byggðum í grennd við Fagradalsfjall. Í morgun hafði einnig borist tilkynning frá Hellu vegna skjálftans.

Í tilkynningu frá Veðurstofunni segir að jarðskjálftar séu algengir á svæðinu. Um sex hundruð skjálftar urðu í jarðskjálftahrinu þar 25. til 27. júlí árið 2017 og mældist stærsti skjálftinn 4. Elísabet Pálmadóttir, jarðfræðingur á Veðurstofu Íslands, sagði í samtali við fréttastofu í dag að svæðið væri virkt jarðsvæði og ekki sé um óeðlilega mikla virkni að ræða.


Tengdar fréttir

Skjálfti að stærð 3,5 mældist við Fagradalsfjall

Nokkrir smærri skjálftar mældust í aðdraganda hans og hafa fylgt honum en samkvæmt tilkynningu frá Veðurstofu Íslands hafa borist tilkynningar um að skjálftinn hafi fundist á höfuðborgarsvæðinu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.