Innlent

Skjálfti að stærð 3,5 mældist við Fagradalsfjall

Samúel Karl Ólason skrifar
Veðurstofa Íslands

Skömmu fyrir klukkan átta i morgun mældist jarðskjálfti að stærð 3,5 við Fagradalsfjall á Reykjanesi. Nokkrir smærri skjálftar mældust í aðdraganda hans og hafa fylgt honum en samkvæmt tilkynningu frá Veðurstofu Íslands hafa borist tilkynningar um að skjálftinn hafi fundist á höfuðborgarsvæðinu.

Enn fremur segir í tilkynningunni að jarðskjálftar séu algengir á þessu svæði.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.