Solskjær segir að Erling Håland sé búinn að ákveða hvar hann vilji spila Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. desember 2019 10:00 Erling Braut Håland er víst búinn að ákveða sig. Fer hann til Manchester United? Getty/Andreas Schaad Margir eru að velta fyrir sér framtíð norska framherjans Erling Braut Håland sem sló í gegn með Red Bull Salzburg í Meistaradeildinni í vetur og stuðningsmenn Manchester United eru eflaust hvað spenntastir. Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, er landi Erling Braut Håland og þekkir líka strákinn vel síðan að hann þjálfaði hann hjá Molde. Solskjær virðist vita hvar framtíð Erling Håland liggur því Ole Gunnar sagði að Erling Håland sé búinn að ákveða framtíð sína og hvar hann vilji spila. Erling Braut Håland hefur skorað 28 mörk í 22 leikjum með Red Bull Salzburg í öllum keppnum á þessu tímabili þar af 8 mörk í 6 leikjum í Meistaradeildinni. „Hann veit hvað hann vill gera og hvað hann mun gera,“ sagði Ole Gunnar Solskjær en Erling Braut Håland spilaði fyrir hann í tvö ár hjá Molde. Það var einmitt Solskjær sem gar framherjanum sitt fyrsta tækifæri í meistaraflokki þá sextán ára gömlum. Ole Gunnar Solskjaer says Erling Haaland "knows what he wants to do and knows what he is going to do"https://t.co/gJzgpj2ML9#mufcpic.twitter.com/6drKveR8cq— BBC Sport (@BBCSport) December 15, 2019 Solskjær var þó ekki tilbúinn að gefa Erling Håland einhver ráð opinberlega. „Ég ráðlegg ekki leikmönnum í öðrum liðum,“ svaraði Ole Gunnar Solskjær. Þýsku liðin Borussia Dortmund og RB Leipzig hafa bæði sýnt hinum nítján ára gamla framherja mikinn áhuga en umboðsmaður Norðmannsins er Mino Raiola en meðal annarra skjólstæðinga hans eru þeir Zlatan Ibrahimovic og Paul Pogba. Manchester United hefur ekki gefið það upp hvort félagið hafi sent inn formlegt tilboð í leikmanninn en liðið vantar framherja eftir að félagið seldi Romelu Lukaku til Internazionale fyrir 74 milljónir punda í sumar. Manchester United er enn með í fjórum keppnum og fram undan er leikur í átta liða úrslitum enska deildabikarsins á móti Colchester á miðvikudaginn. United gerði 1-1 jafntefli á móti Everton um helgina sem þýðir að liðið er í sjötta sætinu, fjórum stigum á eftir Chelsea sem situr í fjórða sæti. Enski boltinn Mest lesið Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Fótbolti Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Fleiri fréttir Hákon reyndist hetja Brentford Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Sjá meira
Margir eru að velta fyrir sér framtíð norska framherjans Erling Braut Håland sem sló í gegn með Red Bull Salzburg í Meistaradeildinni í vetur og stuðningsmenn Manchester United eru eflaust hvað spenntastir. Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, er landi Erling Braut Håland og þekkir líka strákinn vel síðan að hann þjálfaði hann hjá Molde. Solskjær virðist vita hvar framtíð Erling Håland liggur því Ole Gunnar sagði að Erling Håland sé búinn að ákveða framtíð sína og hvar hann vilji spila. Erling Braut Håland hefur skorað 28 mörk í 22 leikjum með Red Bull Salzburg í öllum keppnum á þessu tímabili þar af 8 mörk í 6 leikjum í Meistaradeildinni. „Hann veit hvað hann vill gera og hvað hann mun gera,“ sagði Ole Gunnar Solskjær en Erling Braut Håland spilaði fyrir hann í tvö ár hjá Molde. Það var einmitt Solskjær sem gar framherjanum sitt fyrsta tækifæri í meistaraflokki þá sextán ára gömlum. Ole Gunnar Solskjaer says Erling Haaland "knows what he wants to do and knows what he is going to do"https://t.co/gJzgpj2ML9#mufcpic.twitter.com/6drKveR8cq— BBC Sport (@BBCSport) December 15, 2019 Solskjær var þó ekki tilbúinn að gefa Erling Håland einhver ráð opinberlega. „Ég ráðlegg ekki leikmönnum í öðrum liðum,“ svaraði Ole Gunnar Solskjær. Þýsku liðin Borussia Dortmund og RB Leipzig hafa bæði sýnt hinum nítján ára gamla framherja mikinn áhuga en umboðsmaður Norðmannsins er Mino Raiola en meðal annarra skjólstæðinga hans eru þeir Zlatan Ibrahimovic og Paul Pogba. Manchester United hefur ekki gefið það upp hvort félagið hafi sent inn formlegt tilboð í leikmanninn en liðið vantar framherja eftir að félagið seldi Romelu Lukaku til Internazionale fyrir 74 milljónir punda í sumar. Manchester United er enn með í fjórum keppnum og fram undan er leikur í átta liða úrslitum enska deildabikarsins á móti Colchester á miðvikudaginn. United gerði 1-1 jafntefli á móti Everton um helgina sem þýðir að liðið er í sjötta sætinu, fjórum stigum á eftir Chelsea sem situr í fjórða sæti.
Enski boltinn Mest lesið Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Fótbolti Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Fleiri fréttir Hákon reyndist hetja Brentford Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Sjá meira