Ítölsku veggspjöldin gegn kynþáttafordómum sem gera heiminn orðlausan Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. desember 2019 08:00 Myndir af veggspjöldunum umdeildu. Mynd/Twitter Sería A hneykslar marga með myndum af öpum á glænýjum baráttuspjöldum sínum gegn kynþáttafordómum. Kynþáttafordómar eru mikið vandamál á Ítalíu eins og hefur komið vel fram í mörgum myndum á síðustu vikum og mánuðum, allt frá hegðun áhorfenda upp í framsetningu á forsíðum íþróttablaða. Fáir áttu samt von á því að Sería A deildin sjálf myndi misstíga sig í þessum málum. Það má segja að deildin sjálf hafi klúðrað síðustu skrefum sínum all svakalega. An anti-racism campaign by Serie A has been criticised for using "misguided" posters of monkeys. Read more: https://t.co/fNRdYfUZ2n#bbcfootballpic.twitter.com/lAP19V7sYq— BBC Sport (@BBCSport) December 16, 2019 Sería A er að setja af stað nýja herferð gegn kynþáttafordómum og kynnti ný veggspjöld í gær. Sumir trúa því varla sem þeir sjá þar og telja um einstaklega klaufalega tilraun að ræða. Á veggspjöldunum þremur, sem voru kynnt í höfuðstöðvum deildarinnar í Mílanó, eru nefnilega myndir af öpum með málað andlit og undir stendur „Nei við rasisma“ „Einu sinni enn þá gerir ítalskur fótbolti heiminn orðlausan. Það er erfitt að sjá fyrir sér hvað forráðamenn Seríu A voru að hugsa með þessu eða við hverja þeir ráðfærðu sig,“ sagði í yfirlýsingu frá baráttusamtökunum Fare. „Í landi þar sem yfirvöldum mistekst að taka á kynþáttafordómum í hverri viku hefur Sería A sett af stað herferð sem lítur út eins og sjúkur brandari. Þessar myndir eru hneyksli. Þær hafa öfug áhrif og sjá til þess að menn halda áfram að gera lítið úr fólki af afrískum uppruna,“ segir enn fremur í yfirlýsingu Fare og þar kalla menn nú eftir raunverulegum aðgerðum: „Það er kominn tími fyrir framfarasinnuð félög í þessari deild til að láta heyra í sér.“ Serie A's new 'No to Racism' campaign. This is an absolute joke. pic.twitter.com/YektJx7cch— Football Tweet (@Football__Tweet) December 16, 2019 This is ridiculous, the way Seria A and the Italian media has handled themselves is not acceptable pic.twitter.com/bQqbYcFDlI— Androo Heeley (@andyheeley) December 16, 2019 Ítalía Ítalski boltinn Jafnréttismál Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Enski boltinn Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira
Sería A hneykslar marga með myndum af öpum á glænýjum baráttuspjöldum sínum gegn kynþáttafordómum. Kynþáttafordómar eru mikið vandamál á Ítalíu eins og hefur komið vel fram í mörgum myndum á síðustu vikum og mánuðum, allt frá hegðun áhorfenda upp í framsetningu á forsíðum íþróttablaða. Fáir áttu samt von á því að Sería A deildin sjálf myndi misstíga sig í þessum málum. Það má segja að deildin sjálf hafi klúðrað síðustu skrefum sínum all svakalega. An anti-racism campaign by Serie A has been criticised for using "misguided" posters of monkeys. Read more: https://t.co/fNRdYfUZ2n#bbcfootballpic.twitter.com/lAP19V7sYq— BBC Sport (@BBCSport) December 16, 2019 Sería A er að setja af stað nýja herferð gegn kynþáttafordómum og kynnti ný veggspjöld í gær. Sumir trúa því varla sem þeir sjá þar og telja um einstaklega klaufalega tilraun að ræða. Á veggspjöldunum þremur, sem voru kynnt í höfuðstöðvum deildarinnar í Mílanó, eru nefnilega myndir af öpum með málað andlit og undir stendur „Nei við rasisma“ „Einu sinni enn þá gerir ítalskur fótbolti heiminn orðlausan. Það er erfitt að sjá fyrir sér hvað forráðamenn Seríu A voru að hugsa með þessu eða við hverja þeir ráðfærðu sig,“ sagði í yfirlýsingu frá baráttusamtökunum Fare. „Í landi þar sem yfirvöldum mistekst að taka á kynþáttafordómum í hverri viku hefur Sería A sett af stað herferð sem lítur út eins og sjúkur brandari. Þessar myndir eru hneyksli. Þær hafa öfug áhrif og sjá til þess að menn halda áfram að gera lítið úr fólki af afrískum uppruna,“ segir enn fremur í yfirlýsingu Fare og þar kalla menn nú eftir raunverulegum aðgerðum: „Það er kominn tími fyrir framfarasinnuð félög í þessari deild til að láta heyra í sér.“ Serie A's new 'No to Racism' campaign. This is an absolute joke. pic.twitter.com/YektJx7cch— Football Tweet (@Football__Tweet) December 16, 2019 This is ridiculous, the way Seria A and the Italian media has handled themselves is not acceptable pic.twitter.com/bQqbYcFDlI— Androo Heeley (@andyheeley) December 16, 2019
Ítalía Ítalski boltinn Jafnréttismál Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Enski boltinn Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira