Ef gefa á dýr í jólagjöf þarfnast það undirbúnings og ábyrgðar Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 21. desember 2019 21:15 Formaður dýraverndarsambands Íslands varar við því að fólk gefi dýr óvænt í jólagjöf. Slíkt þurfi að undirbúa vel. Dýrin séu skyni gæddar verur sem þurfi að taka ábyrgð á. „Það hefur verið lenska að gefa dýr til fólks án þess að undirbúa það. Fólk á alltaf að vera meðvitað um það þegar það tekur að sér dýr að það er til þess tíma sem dýrið lifir,“ segir Hallgerður Hauksdóttir formaður Dýraverndarsambands Íslands. Hún segir til dæmis að ef gefa á barni dýr í jólagjöf þurfi að undirbúa það vel. „Ekki pakka hundinum í jólapakka og geyma frammi einhvers staðar. Það þarf að undirbúa gjöfina þannig að hvolpurinn sé ekki hræddur í aðstæðunum. Það er betra að koma á óvart með að biðja annan að geyma hann og koma svo með hann. Hins vegar er ekki sniðugt að taka dýr og gefa sem óvænta gjöf,“ segir hún. Hallgerður segir að þó að um sé að ræða smádýr þurfi að huga vel að þörfum þeirra. „Það er hætta á að þegar smádýrin eru gefin sem tækifærisgjafir jafnvel börnum að þá fylgi ekki með sú umönnun sem er nauðsynleg fyrir dýrin. Dýr eru skyni gæddar verur, þau eru ekki hlutir og það þarf að huga vel að þörum þeirra og fullorðnir þurfa að taka þá ábyrgð að sér,“ segir Hallgerður. Þórarinn Þór eigandi Dýraríkisins segir að starfsfólk upplýsi ávallt um þá ábyrgð sem því fylgir að fá sér dýr. Þórarinn Þór eigandi Dýraríkisins segir að starfsfólk upplýsi ávallt um þá ábyrgð sem því fylgir. „Það er þó nokkuð um það að fólk kemur hingað til að kaupa dýr og setja í jólapakkann. Við förum ítarlega í gegnum það með fólki hvaða ábyrgð fylgir því að taka að sér dýr,“ segir Þórarinn. Dýr Jól Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Fleiri fréttir Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Sjá meira
Formaður dýraverndarsambands Íslands varar við því að fólk gefi dýr óvænt í jólagjöf. Slíkt þurfi að undirbúa vel. Dýrin séu skyni gæddar verur sem þurfi að taka ábyrgð á. „Það hefur verið lenska að gefa dýr til fólks án þess að undirbúa það. Fólk á alltaf að vera meðvitað um það þegar það tekur að sér dýr að það er til þess tíma sem dýrið lifir,“ segir Hallgerður Hauksdóttir formaður Dýraverndarsambands Íslands. Hún segir til dæmis að ef gefa á barni dýr í jólagjöf þurfi að undirbúa það vel. „Ekki pakka hundinum í jólapakka og geyma frammi einhvers staðar. Það þarf að undirbúa gjöfina þannig að hvolpurinn sé ekki hræddur í aðstæðunum. Það er betra að koma á óvart með að biðja annan að geyma hann og koma svo með hann. Hins vegar er ekki sniðugt að taka dýr og gefa sem óvænta gjöf,“ segir hún. Hallgerður segir að þó að um sé að ræða smádýr þurfi að huga vel að þörfum þeirra. „Það er hætta á að þegar smádýrin eru gefin sem tækifærisgjafir jafnvel börnum að þá fylgi ekki með sú umönnun sem er nauðsynleg fyrir dýrin. Dýr eru skyni gæddar verur, þau eru ekki hlutir og það þarf að huga vel að þörum þeirra og fullorðnir þurfa að taka þá ábyrgð að sér,“ segir Hallgerður. Þórarinn Þór eigandi Dýraríkisins segir að starfsfólk upplýsi ávallt um þá ábyrgð sem því fylgir að fá sér dýr. Þórarinn Þór eigandi Dýraríkisins segir að starfsfólk upplýsi ávallt um þá ábyrgð sem því fylgir. „Það er þó nokkuð um það að fólk kemur hingað til að kaupa dýr og setja í jólapakkann. Við förum ítarlega í gegnum það með fólki hvaða ábyrgð fylgir því að taka að sér dýr,“ segir Þórarinn.
Dýr Jól Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Fleiri fréttir Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Sjá meira