Fótbolti

Dramatískur sigur Bayern

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Joshua Zirkzee kom Bayern yfir í uppbótartíma seinni hálfleiks
Joshua Zirkzee kom Bayern yfir í uppbótartíma seinni hálfleiks vísir/getty

Tvö mörk í uppbótartíma tryggðu Bayern München mikilvægan sigur í toppbaráttunni í þýsku Bundesligunni í fótbolta í kvöld.

Bayern sótti Freiburg heim og komust gestirnir yfir strax á 16. mínútu með marki frá Robert Lewandowski.

Í seinni hálfleik jöfnuðu heimamenn metin, það gerði Vincenzo Grifo með góðu skoti þegar seinni hálfleikur var um það bil hálfnaður.

Það leit út fyrir að Bayern væri að tapa mikilvægum stigum en í uppbótartíma leiksins tóku Serge Gnabry og Joshua Zirkzee málin í sínar hendur. Gnabry byrjaði á því að leggja upp mark fyrir þann síðarnefnda og skoraði svo sjálfur. Lokatölur urðu 3-1 fyrir Bayern.

Borussia Monchengladbach vann þægilegan 2-0 sigur á Paderborn.

Alassane Plea kom Borussia yfir á fyrstu mínútu seinni hálfleiks og Lars Stindl bætti öðru markinu við úr vítaspyrnu á 67. mínútu.

Monchengladbach jafnaði því Leipzig á toppi deildarinnar með 34 stig. Bayern er í þriðja sæti með 30 stig líkt og Borussia Dortmund.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×