Enski boltinn

„Erfiðasta sem ég hef gert var að reka Pochettino“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Leiðir skildu hjá Pochettino og Levy.
Leiðir skildu hjá Pochettino og Levy. vísir/getty

Daniel Levy, stjórnarformaður Tottenham, segir að erfiðasta ákvörðun sem hann hafi tekið í starfi hafi verið að reka Mauricio Pochettino.

Pochettino var sagt upp störfum hjá Tottenham 19. nóvember. Degi síðar var José Mourinho ráðinn eftirmaður hans.

„Þetta er erfiðasta ákvörðun sem ég hef tekið því við áttum gott og náið samband,“ sagði Levy í viðtali við Evening Standard.

„Ég vildi aldrei þurfa að gera þetta. Og þetta var ótrúlega erfitt. Ég sagði honum það og hann skildi það. Þetta var ekkert persónulegt og ég er viss um að hann kemur sterkari til baka og fær tækifæri hjá öðru frábæru félagi.“

Levy er samt viss um að hann hafi tekið rétta ákvörðun fyrir Tottenham.

„Pochettino gerði frábæra hluti og Mourinho mun einnig gera frábæra hluti en á ólíkan hátt,“ sagði Levy.

Tottenham er í 5. sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir 17 umferðir. Næsti leikur liðsins er gegn Chelsea á sunnudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×