Innlent

Gul viðvörun á Norðurlandi eystra

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Vegfarendum er bent á að fara varlega á svæðinu.
Vegfarendum er bent á að fara varlega á svæðinu. Veðurstofa Íslands

Gul viðvörun vegna veðurs hefur verið gefin út, eftir því sem fram kemur á vef Veðurstofu Íslands.

Gert er ráð fyrir hvassviðri eða stormi, 18 – 25 metrum á sekúndu, í Eyjafirði, við Skjálfanda og í Bárðardal, samkvæmt spá Veðurstofunnar, sem gildir til klukkan þrjú aðfaranótt þriðjudagsins. Þá má búast við enn snarpari vindi, um 30 – 35 metrum á sekúndu við fjöll.

Þessi vindstyrkur, í bland við hálku á vegum, getur reynst vegfarendum á svæðinu hættulegur, sér í lagi þá sem aka ökutækjum sem taka á sig mikinn vind.

„Afmarkaðar samgöngutruflanir líklegar. Fólk er hvatt til að sýna aðgát og ganga frá lausum munum,“ segir þá í stuttri orðsendingu á vef Veðurstofunnar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.