Erlent

Þriggja ára drengur lést þegar föður hans var sýnt tilræði

Andri Eysteinsson skrifar
Frá Kiev, þar sem árásin var framin.
Frá Kiev, þar sem árásin var framin. Getty/Sean Gallup

Hleypt var af skotum á bifreið stjórnmála- og viðskiptamannsins Vyacheslav Sobolev í miðborg Kænugarðs, höfuðborgar Úkraínu í dag. Reuters greinir frá að Sobolev hafi setið við stýri þegar árásin var framin.

Innanríkisráðuneyti Úkraínu staðfestir að í árásinni hafi barn orðið fyrir skoti og hafi barnið látið lífið í sjúkrabíl á leið á sjúkrahús. Reuters greinir frá að um sé að ræða þriggja ára gamlan son Sobolev.

Sobolev starfaði á árum áður innan orkugeirans úkraínska en starfar nú í héraðsþingi Kíev. Sobolev er fæddur í bænum Donetsk þar sem að mikil átök geisa enn á milli úkraínska yfirvalda og herafla aðskilnaðarsinna sem styðja innlimun Austur-Úkraínu og Krímskaga í Rússland.

Frá því að átök blossuðu upp í austurhluta landsins 2014 hafa þónokkrir ráðamenn verið ráðnir af dögum á götum Kænugarðs.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.