Innlent

Beit lögreglumann á bráðamóttökunni

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Lögregla ræddi við manninn á slysadeild.
Lögregla ræddi við manninn á slysadeild. Vísir/Hanna

Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt karlmann í sextíu daga fangelsi fyrir að hafa bitið lögreglumann á bráðamóttöku Landspítalands í Fossvogi á síðasta ári.

Maðurinn var ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni með því að hafa bitið lögreglumanninn, sem var við skyldustörf, í vinstri upphandlegg. Hlaut lögreglumaðurinn mar á upphandlegginn.

Hinn ákærði mætti ekki við fyrirtöku málsins og var dæmt í málinu að honum fjarstöddum. Þótti sannað að maðurinn hafi bitið lögreglumanninn. Þar sem maðurinn á þónokkurn sakaferil sem nær aftur til ársins 2006, þar á meðal fyrir líkamsárás, fíkniefnalagabrot og auðgunarbrot.

Var hæfileg refsing því ákveðin óskilorðsbundið sextíu daga fangelsi auk þess sem maðurinn þarf að greiða þóknun verjanda síns og annan sakarkostnað.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.