Fótbolti

Giggs bannar Bale að spila golf á EM

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Bale elskar fátt meira en golf.
Bale elskar fátt meira en golf. vísir/getty
Ryan Giggs, landsliðsþjálfari Wales, ætlar að banna Gareth Bale að spila golf á meðan Evrópumótinu á næsta ári stendur.Giggs vill koma í veg fyrir að vöðvameiðsli taki sig upp hjá Bale. Því fær hann ekki að sveifla golfkylfu á EM.Stærstur hluti frítíma Bales fer í að spila golf. Stuðningsmenn Real Madrid hafa gagnrýnt hann fyrir að hafa meiri áhuga á að vera úti á golfvelli en að spila fyrir liðið.Bale er líka duglegur að spila golf í landsliðsferðum þar sem Aaron Ramsey og Wayne Hennessey eru helstu golffélagar hans. Það verður hins vegar ekkert um golf hjá þeim á meðan EM 2020 stendur.Wales er í riðli með Sviss, Tyrklandi og Ítalíu á EM.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.