Fótbolti

Giggs bannar Bale að spila golf á EM

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Bale elskar fátt meira en golf.
Bale elskar fátt meira en golf. vísir/getty

Ryan Giggs, landsliðsþjálfari Wales, ætlar að banna Gareth Bale að spila golf á meðan Evrópumótinu á næsta ári stendur.

Giggs vill koma í veg fyrir að vöðvameiðsli taki sig upp hjá Bale. Því fær hann ekki að sveifla golfkylfu á EM.

Stærstur hluti frítíma Bales fer í að spila golf. Stuðningsmenn Real Madrid hafa gagnrýnt hann fyrir að hafa meiri áhuga á að vera úti á golfvelli en að spila fyrir liðið.

Bale er líka duglegur að spila golf í landsliðsferðum þar sem Aaron Ramsey og Wayne Hennessey eru helstu golffélagar hans. Það verður hins vegar ekkert um golf hjá þeim á meðan EM 2020 stendur.

Wales er í riðli með Sviss, Tyrklandi og Ítalíu á EM.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.