Fullnægingarleikþáttur Trumps var kornið sem fyllti mælinn Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. desember 2019 08:12 Lisa Page mætir hér á fund þingnefndar vegna skilaboðanna í júlí árið 2018. Vísir/getty Fyrrverandi starfsmaður Bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, tjáði sig í fyrsta skipti opinberlega á sunnudag um ófrægingarherferð Bandaríkjaforseta gegn henni, sem náði hápunkti með „fullnægingarleikþætti“ í október síðastliðnum. Forsetinn sakar hana jafnframt um að hafa reynt, ásamt fyrrverandi yfirmanni hjá alríkislögreglunni, að grafa undan setu hans í embætti. Umræddur starfsmaður heitir Lisa Page og starfaði sem lögfræðingur hjá FBI. Hún vann að rannsókn alríkslögreglunnar á tölvupóstum Hillary Clinton, þáverandi forsetaframbjóðanda, sem og Rússarannsókn Roberts Muellers.Sjá einnig: Umdeildur starfsmaður FBI rekinn vegna skilaboða um Trump Page átti í ástarsambandi við Peter Strzok, fyrrverandi aðstoðaryfirmann gagnnjósna hjá FBI, en þeim var báðum gert að hætta störfum við rannsókn Muellers þegar upp komst um einkaskilaboð sem fóru þeirra á milli á rannsóknartímanum. Í skilaboðunum lýstu þau bæði yfir andúð sinni á Donald Trump, sem þá var forsetaframbjóðandi. Þannig kallaði Page hann „fyrirlitlega manneskju“ og Strzok sagði hann „fávita“. Þá kvaðst Page vona að Clinton yrði forseti og Strzok svaraði um hæl að Trump yrði aldrei kjörinn. „Við munum stöðva hann“. Trump hefur síðan ítrekað reynt að koma höggi á „FBI-elskendurna“ og notað skilaboð þeirra til að sýna fram á fjandsamlegt viðhorf alríkislögreglunnar, sem skipuð var í tíð Baracks Obama, í sinn garð. Trump gerði sér síðast mat úr málinu á kosningafundi í Minnesota í október. Þar brá hann sér í hlutverk Page og Strzok, ýjaði að því að þau væru í miðjum ástaratlotum, og hóf hálfgerðan leiklestur á hluta skilaboðanna sem þeim fór á milli. Þá virðist sem Trump hafi leikið eftir „fullnægingu“ með því að endurtaka ítrekað nafn Lisu.Myndband af ræðunni má sjá hér að neðan.Sú síðastnefnda túlkar leikþátt forsetans í það minnsta á þann veg. Hún segir í viðtali við Daily Beast sem birtist á sunnudag að henni hafi „orðið óglatt“ við ummæli forsetans. Það hafi einmitt verið umræddur fullnægingarleikþáttur sem knúði hana til að stíga loks fram og segja frá sinni hlið á málinu, sem hún hefur ekki gert opinberlega áður. „Þessi niðurlægjandi gervifullnæging var dropinn sem fyllti mælinn, hreinskilnislega. […] Ég hafði ekki sagt neitt árum saman í von um að þetta fjaraði út en þetta versnaði bara,“ segir Page í viðtalinu. „Þetta er eins og að vera kýld í magann. Ég er alltaf með hjartað í buxunum þegar ég verð þess vör að hann hefur tíst um mig.“ Þá þvertekur Page fyrir það að hafa gerst brotleg við reglur með því að skiptast á umræddum skilaboðum við Strzok. Viðtalið við Page í Daily Beast má lesa í heild hér. Skýrsla Roberts Muellers um ásakanir Donalds Trumps þess efnis að FBI hafi njósnað um kosningabaráttu hans í aðdraganda kosninganna árið 2016 er væntanleg innan tíðar. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Rússarannsóknin Tengdar fréttir „Bomban“ sem Trump tísti um aftengd samdægurs Skilaboð sem áttu að sýna að Obama hefði verið með puttana í rannsókn FBI á Hillary Clinton vörðuðu áhuga hans á viðbrögðum FBI við afskiptum Rússa af forsetakosningunum. 8. febrúar 2018 16:49 Umdeildur starfsmaður FBI rekinn vegna skilaboða um Trump Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, hefur sagt Peter Strzok, fyrrverandi aðstoðaryfirmanni gagnnjósna FBI, upp vegna einkaskilaboða hans og annars starfsmanns FBI um Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 13. ágúst 2018 15:48 FBI segir ekkert til í nýjum staðhæfingum Trump um Clinton Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, sendi frá sér tilkynningu í dag og sagðist ekki hafa fundið vísbendingar um að tölvupóstum hefði verið stolið af Hillary Clinton, þegar hún var utanríkisráðherra Bandaríkjanna. 29. ágúst 2018 18:22 Mest lesið Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Sjá meira
Fyrrverandi starfsmaður Bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, tjáði sig í fyrsta skipti opinberlega á sunnudag um ófrægingarherferð Bandaríkjaforseta gegn henni, sem náði hápunkti með „fullnægingarleikþætti“ í október síðastliðnum. Forsetinn sakar hana jafnframt um að hafa reynt, ásamt fyrrverandi yfirmanni hjá alríkislögreglunni, að grafa undan setu hans í embætti. Umræddur starfsmaður heitir Lisa Page og starfaði sem lögfræðingur hjá FBI. Hún vann að rannsókn alríkslögreglunnar á tölvupóstum Hillary Clinton, þáverandi forsetaframbjóðanda, sem og Rússarannsókn Roberts Muellers.Sjá einnig: Umdeildur starfsmaður FBI rekinn vegna skilaboða um Trump Page átti í ástarsambandi við Peter Strzok, fyrrverandi aðstoðaryfirmann gagnnjósna hjá FBI, en þeim var báðum gert að hætta störfum við rannsókn Muellers þegar upp komst um einkaskilaboð sem fóru þeirra á milli á rannsóknartímanum. Í skilaboðunum lýstu þau bæði yfir andúð sinni á Donald Trump, sem þá var forsetaframbjóðandi. Þannig kallaði Page hann „fyrirlitlega manneskju“ og Strzok sagði hann „fávita“. Þá kvaðst Page vona að Clinton yrði forseti og Strzok svaraði um hæl að Trump yrði aldrei kjörinn. „Við munum stöðva hann“. Trump hefur síðan ítrekað reynt að koma höggi á „FBI-elskendurna“ og notað skilaboð þeirra til að sýna fram á fjandsamlegt viðhorf alríkislögreglunnar, sem skipuð var í tíð Baracks Obama, í sinn garð. Trump gerði sér síðast mat úr málinu á kosningafundi í Minnesota í október. Þar brá hann sér í hlutverk Page og Strzok, ýjaði að því að þau væru í miðjum ástaratlotum, og hóf hálfgerðan leiklestur á hluta skilaboðanna sem þeim fór á milli. Þá virðist sem Trump hafi leikið eftir „fullnægingu“ með því að endurtaka ítrekað nafn Lisu.Myndband af ræðunni má sjá hér að neðan.Sú síðastnefnda túlkar leikþátt forsetans í það minnsta á þann veg. Hún segir í viðtali við Daily Beast sem birtist á sunnudag að henni hafi „orðið óglatt“ við ummæli forsetans. Það hafi einmitt verið umræddur fullnægingarleikþáttur sem knúði hana til að stíga loks fram og segja frá sinni hlið á málinu, sem hún hefur ekki gert opinberlega áður. „Þessi niðurlægjandi gervifullnæging var dropinn sem fyllti mælinn, hreinskilnislega. […] Ég hafði ekki sagt neitt árum saman í von um að þetta fjaraði út en þetta versnaði bara,“ segir Page í viðtalinu. „Þetta er eins og að vera kýld í magann. Ég er alltaf með hjartað í buxunum þegar ég verð þess vör að hann hefur tíst um mig.“ Þá þvertekur Page fyrir það að hafa gerst brotleg við reglur með því að skiptast á umræddum skilaboðum við Strzok. Viðtalið við Page í Daily Beast má lesa í heild hér. Skýrsla Roberts Muellers um ásakanir Donalds Trumps þess efnis að FBI hafi njósnað um kosningabaráttu hans í aðdraganda kosninganna árið 2016 er væntanleg innan tíðar.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Rússarannsóknin Tengdar fréttir „Bomban“ sem Trump tísti um aftengd samdægurs Skilaboð sem áttu að sýna að Obama hefði verið með puttana í rannsókn FBI á Hillary Clinton vörðuðu áhuga hans á viðbrögðum FBI við afskiptum Rússa af forsetakosningunum. 8. febrúar 2018 16:49 Umdeildur starfsmaður FBI rekinn vegna skilaboða um Trump Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, hefur sagt Peter Strzok, fyrrverandi aðstoðaryfirmanni gagnnjósna FBI, upp vegna einkaskilaboða hans og annars starfsmanns FBI um Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 13. ágúst 2018 15:48 FBI segir ekkert til í nýjum staðhæfingum Trump um Clinton Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, sendi frá sér tilkynningu í dag og sagðist ekki hafa fundið vísbendingar um að tölvupóstum hefði verið stolið af Hillary Clinton, þegar hún var utanríkisráðherra Bandaríkjanna. 29. ágúst 2018 18:22 Mest lesið Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Sjá meira
„Bomban“ sem Trump tísti um aftengd samdægurs Skilaboð sem áttu að sýna að Obama hefði verið með puttana í rannsókn FBI á Hillary Clinton vörðuðu áhuga hans á viðbrögðum FBI við afskiptum Rússa af forsetakosningunum. 8. febrúar 2018 16:49
Umdeildur starfsmaður FBI rekinn vegna skilaboða um Trump Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, hefur sagt Peter Strzok, fyrrverandi aðstoðaryfirmanni gagnnjósna FBI, upp vegna einkaskilaboða hans og annars starfsmanns FBI um Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 13. ágúst 2018 15:48
FBI segir ekkert til í nýjum staðhæfingum Trump um Clinton Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, sendi frá sér tilkynningu í dag og sagðist ekki hafa fundið vísbendingar um að tölvupóstum hefði verið stolið af Hillary Clinton, þegar hún var utanríkisráðherra Bandaríkjanna. 29. ágúst 2018 18:22