Fótbolti

Sagður vera búinn að semja við Milan átta árum eftir að hafa unnið deildina með félaginu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Zlatan er að snúa aftur til Ítalíu.
Zlatan er að snúa aftur til Ítalíu. vísir/getty
Zlatan Ibrahimovic hefur ákveðið að semja við AC Milan á nýjan leik eftir að hafa yfirgefið LA Galaxy á haustmánuðum.Daily Telegraph greinir frá þessu í nýjasta blaði sínu en þessi 38 ára framherji er sagður hafa neitað tilboði úr ensku úrvalsdeildinni.Eins og áður segir er Svíinn án samnings eftir að samningur hans í Bandaríkjunum rann út í haust en hann mun nú snúa aftur til Mílanó borgar.Zlatan lék með Inter Milan frá 2006 til 2009 og síðan erkifjendunum í Mílano frá 2010 tli 2012. þar skoraði hann aragrúa af mörkum og vann meðal annars ítölsku deildina tímabilið 2010/2011.Síðan þá hefur Svíinn leikið með PSG, Manchester United og nú síðast LA Galaxy. Hann skoraði 52 mörk í 56 leikjum fyrir liðið í „borg englanna“.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.