Móðirin í Tromsø grunuð um manndráp og tilraun til manndráps Atli Ísleifsson skrifar 3. desember 2019 10:41 Frá Tromsø í Norður-Noregi. Getty Lögregla í Noregi rannsakar nú dauðsföllin í Tromsø sem sakamál og er móðirin grunuð um að hafa banað sjö ára dóttur sinni og tilraun til dráps á fjögurra og eins árs dætrum sínum. Frá þessu greindi norska lögreglan á blaðamannafundi í morgun. Mæðgurnar fundust í sjónum síðdegis í gær og var engin þeirra með lífsmarki. Endurlífgun var þá reynd, en greint var frá því í gærkvöldi að ein stúlknanna, sú sjö ára, hafi þá verið úrskurðuð látin. Í morgun var svo tilkynnt að móðirin, sem var á þrítugsaldri, hafi einnig látið lífið. Hinar dæturnar, eins og fjögurra ára, eru báðar í lífshættu og dvelja nú á Ríkissjúkrahúsinu í Osló.Komu frá Súdan Mæðgurnar eru upprunalega frá Súdan og höfðu landvistarleyfi í Noregi. Faðir barnanna kom til Noregs árið 2015 og kom konan til landsins árið 2017. Fjölskyldan hefur ekki komið við sögu lögreglu áður. Lögregla lagði á blaðamannafundinum í morgun áherslu á að rannsókn sé skammt á veg komin þar sem meðal annars sé unnið eftir þeirri kenningu að konan hafi reynt að bana stúlkunum. Ekki sé þó hægt að útiloka aðkomu annarra að málinu. Faðir stúlknanna er með stöðu vitnis í málinu og var yfirheyrður í gærkvöldi. Lögregla hefur ekki greint frá því hvar hann var staddur þegar tilkynnt var um fundinn. Lögregla þekkir til þess að fólkið eigi aðra fjölskyldumeðlimi í Noregi. Flaggað var í hálfa stöng í Borgtun-skólanum í Tromsø í morgun þar sem sjö ára stúlkan stundaði nám.Yfirgefinn barnavagn Lögreglu var tilkynnt um það klukkan 17:28 að staðartíma í gær að yfirgefinn barnavagn hafi fundist skammt frá sjónum og fótspor sem leiddu niður að sjó. Björgunarlið fann svo fjóra í sjónum skömmu síðar. Alls hafa tíu manns verið yfirheyrðir vegna málsins að því er fram kemur í frétt NRK. Noregur Tengdar fréttir Konan sem fannst í sjónum í Tromsø er látin Fjórar manneskjur fundust ekki með lífsmarki í sjónum í Tromsø í gærkvöldi. 3. desember 2019 07:50 Eitt barn látið: Kona og þrjú börn fundust í sjónum við Noreg Vegfarandi hafði séð slóð frá barnavagni á ströndinni og út í sjó og lét lögreglu vita. 2. desember 2019 20:32 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Sjá meira
Lögregla í Noregi rannsakar nú dauðsföllin í Tromsø sem sakamál og er móðirin grunuð um að hafa banað sjö ára dóttur sinni og tilraun til dráps á fjögurra og eins árs dætrum sínum. Frá þessu greindi norska lögreglan á blaðamannafundi í morgun. Mæðgurnar fundust í sjónum síðdegis í gær og var engin þeirra með lífsmarki. Endurlífgun var þá reynd, en greint var frá því í gærkvöldi að ein stúlknanna, sú sjö ára, hafi þá verið úrskurðuð látin. Í morgun var svo tilkynnt að móðirin, sem var á þrítugsaldri, hafi einnig látið lífið. Hinar dæturnar, eins og fjögurra ára, eru báðar í lífshættu og dvelja nú á Ríkissjúkrahúsinu í Osló.Komu frá Súdan Mæðgurnar eru upprunalega frá Súdan og höfðu landvistarleyfi í Noregi. Faðir barnanna kom til Noregs árið 2015 og kom konan til landsins árið 2017. Fjölskyldan hefur ekki komið við sögu lögreglu áður. Lögregla lagði á blaðamannafundinum í morgun áherslu á að rannsókn sé skammt á veg komin þar sem meðal annars sé unnið eftir þeirri kenningu að konan hafi reynt að bana stúlkunum. Ekki sé þó hægt að útiloka aðkomu annarra að málinu. Faðir stúlknanna er með stöðu vitnis í málinu og var yfirheyrður í gærkvöldi. Lögregla hefur ekki greint frá því hvar hann var staddur þegar tilkynnt var um fundinn. Lögregla þekkir til þess að fólkið eigi aðra fjölskyldumeðlimi í Noregi. Flaggað var í hálfa stöng í Borgtun-skólanum í Tromsø í morgun þar sem sjö ára stúlkan stundaði nám.Yfirgefinn barnavagn Lögreglu var tilkynnt um það klukkan 17:28 að staðartíma í gær að yfirgefinn barnavagn hafi fundist skammt frá sjónum og fótspor sem leiddu niður að sjó. Björgunarlið fann svo fjóra í sjónum skömmu síðar. Alls hafa tíu manns verið yfirheyrðir vegna málsins að því er fram kemur í frétt NRK.
Noregur Tengdar fréttir Konan sem fannst í sjónum í Tromsø er látin Fjórar manneskjur fundust ekki með lífsmarki í sjónum í Tromsø í gærkvöldi. 3. desember 2019 07:50 Eitt barn látið: Kona og þrjú börn fundust í sjónum við Noreg Vegfarandi hafði séð slóð frá barnavagni á ströndinni og út í sjó og lét lögreglu vita. 2. desember 2019 20:32 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Sjá meira
Konan sem fannst í sjónum í Tromsø er látin Fjórar manneskjur fundust ekki með lífsmarki í sjónum í Tromsø í gærkvöldi. 3. desember 2019 07:50
Eitt barn látið: Kona og þrjú börn fundust í sjónum við Noreg Vegfarandi hafði séð slóð frá barnavagni á ströndinni og út í sjó og lét lögreglu vita. 2. desember 2019 20:32