Katrín ræddi við drottninguna í Buckingham-höll Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. desember 2019 06:45 Katrín sést hér við hlið Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, þar sem þær ræða ásamt fleiri kvenleiðtogum við Englandsdrottningu. vísir/getty Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sækir nú leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins (NATO) í London. Fundurinn er í tilefni af 70 ára afmæli bandalagsins og hófst í gær. Dagskráin var þétt hjá Katrínu. Þannig fór hún síðdegis í móttöku í Buckingham-höll í boði Elísabetar II Englandsdrottningar. Á vef Ríkisútvarpsins er birt myndskeið af því þegar Katrín kemur til móttökunnar og sést hún þar ræða í dágóða stund bæði við Elísabetu og Karl Bretaprins, sem heyrist minnast á veiðiferð en hann hefur komið til Íslands til að renna fyrir laxi.Katrín sést hér fara inn í Downing-stræti 10 þar sem hún sat kvöldverð í boði Borisar Johnson, forsætisráðherra Bretlands.vísir/gettyKatrín var síðan í hópi annarra kvenleiðtoga, meðal annars þeirra Angelu Merkel, Þýskalandskanslara, Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, og Ernu Solberg, forsætisráðherra Noregs, sem ræddu nánar við Englandsdrottningu í móttökunni. Katrín snæddi svo kvöldverð í boði Borisar Johnson, forsætisráðherra Bretlands, í Downing-stræti 10 ásamt öðrum þjóðarleiðtogum NATO. Fyrr um daginn hafði forsætisráðherra haldið ræðu í Chatham House, einni virtustu hugveitu Breta á sviði alþjóðamála.Hópmynd sem tekin var af þjóðarleiðtogunum í Buckingham-höll. Katrín stendur á milli þeirra Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, og Giuseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu.vísir/gettyKatrín hóf ræðu sína á að ræða hvarf Ok-jökuls fyrr á árinu sem hún sagði til marks um loftslagsvána sem heimsbyggðin stendur frammi fyrir. Hún hvatti leiðtoga heimsins til þess að setja umhverfis- og fjölskyldumál á oddinn í stað þess að einblína eingöngu á hagvöxt. Í því samhengi kallaði hún eftir því að litið væri til annarra mælikvarða en vergrar landsframleiðslu til að meta velmegun þjóða og tók hún sem dæmi mælikvarðana um hagsæld og lífsgæði, sem íslensk stjórnvöld kynntu í september síðastliðnum. Ræðuna má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.Eins og áður segir heldur leiðtogafundur NATO áfram í dag og mun Katrín þá eiga tvíhliða fundi með Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, og António Costa, forsætisráðherra Portúgals. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, sækir einnig fund NATO fyrir Íslands hönd. Bretland Kóngafólk NATO Utanríkismál Tengdar fréttir Katrínu boðið í Buckingham-höll og í kvöldverð til Borisar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, sækja leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins (NATO) en hann hefst í London í dag. 3. desember 2019 09:03 „Helmingslíkur“ á því að upp úr sjóði á leiðtogafundi NATO Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lenti í Bretlandi í gærkvöldi þar sem hann mun sækja leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins en nú eru 70 ár liðin frá því það var stofnað. 3. desember 2019 07:00 Ósætti á afmælisfundi Atlantshafsbandalagsins Leiðtogafundur Atlantshafsbandalagsins hófst í Lundúnum í dag. Töluvert ósætti er á milli hinna ýmsu bandalagsríkja og eru Tyrkir sagðir ætla að halda fundinum í gíslingu. 3. desember 2019 19:00 Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Fleiri fréttir Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sækir nú leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins (NATO) í London. Fundurinn er í tilefni af 70 ára afmæli bandalagsins og hófst í gær. Dagskráin var þétt hjá Katrínu. Þannig fór hún síðdegis í móttöku í Buckingham-höll í boði Elísabetar II Englandsdrottningar. Á vef Ríkisútvarpsins er birt myndskeið af því þegar Katrín kemur til móttökunnar og sést hún þar ræða í dágóða stund bæði við Elísabetu og Karl Bretaprins, sem heyrist minnast á veiðiferð en hann hefur komið til Íslands til að renna fyrir laxi.Katrín sést hér fara inn í Downing-stræti 10 þar sem hún sat kvöldverð í boði Borisar Johnson, forsætisráðherra Bretlands.vísir/gettyKatrín var síðan í hópi annarra kvenleiðtoga, meðal annars þeirra Angelu Merkel, Þýskalandskanslara, Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, og Ernu Solberg, forsætisráðherra Noregs, sem ræddu nánar við Englandsdrottningu í móttökunni. Katrín snæddi svo kvöldverð í boði Borisar Johnson, forsætisráðherra Bretlands, í Downing-stræti 10 ásamt öðrum þjóðarleiðtogum NATO. Fyrr um daginn hafði forsætisráðherra haldið ræðu í Chatham House, einni virtustu hugveitu Breta á sviði alþjóðamála.Hópmynd sem tekin var af þjóðarleiðtogunum í Buckingham-höll. Katrín stendur á milli þeirra Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, og Giuseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu.vísir/gettyKatrín hóf ræðu sína á að ræða hvarf Ok-jökuls fyrr á árinu sem hún sagði til marks um loftslagsvána sem heimsbyggðin stendur frammi fyrir. Hún hvatti leiðtoga heimsins til þess að setja umhverfis- og fjölskyldumál á oddinn í stað þess að einblína eingöngu á hagvöxt. Í því samhengi kallaði hún eftir því að litið væri til annarra mælikvarða en vergrar landsframleiðslu til að meta velmegun þjóða og tók hún sem dæmi mælikvarðana um hagsæld og lífsgæði, sem íslensk stjórnvöld kynntu í september síðastliðnum. Ræðuna má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.Eins og áður segir heldur leiðtogafundur NATO áfram í dag og mun Katrín þá eiga tvíhliða fundi með Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, og António Costa, forsætisráðherra Portúgals. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, sækir einnig fund NATO fyrir Íslands hönd.
Bretland Kóngafólk NATO Utanríkismál Tengdar fréttir Katrínu boðið í Buckingham-höll og í kvöldverð til Borisar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, sækja leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins (NATO) en hann hefst í London í dag. 3. desember 2019 09:03 „Helmingslíkur“ á því að upp úr sjóði á leiðtogafundi NATO Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lenti í Bretlandi í gærkvöldi þar sem hann mun sækja leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins en nú eru 70 ár liðin frá því það var stofnað. 3. desember 2019 07:00 Ósætti á afmælisfundi Atlantshafsbandalagsins Leiðtogafundur Atlantshafsbandalagsins hófst í Lundúnum í dag. Töluvert ósætti er á milli hinna ýmsu bandalagsríkja og eru Tyrkir sagðir ætla að halda fundinum í gíslingu. 3. desember 2019 19:00 Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Fleiri fréttir Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Sjá meira
Katrínu boðið í Buckingham-höll og í kvöldverð til Borisar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, sækja leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins (NATO) en hann hefst í London í dag. 3. desember 2019 09:03
„Helmingslíkur“ á því að upp úr sjóði á leiðtogafundi NATO Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lenti í Bretlandi í gærkvöldi þar sem hann mun sækja leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins en nú eru 70 ár liðin frá því það var stofnað. 3. desember 2019 07:00
Ósætti á afmælisfundi Atlantshafsbandalagsins Leiðtogafundur Atlantshafsbandalagsins hófst í Lundúnum í dag. Töluvert ósætti er á milli hinna ýmsu bandalagsríkja og eru Tyrkir sagðir ætla að halda fundinum í gíslingu. 3. desember 2019 19:00