Innlent

Katrínu boðið í Buckingham-höll og í kvöldverð til Borisar

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hittir Bretadottningu og Boris Johnson í dag.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hittir Bretadottningu og Boris Johnson í dag. Vísir/Vilhelm

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, sækja leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins (NATO) en hann hefst í London í dag. Fundurinn stendur þar til á morgun. Frá þessu er greint á vef stjórnarráðsins.

Leiðtogafundurinn er haldinn í tilefni af sjötíu ára afmælisári Atlantshafsbandalagsins. Meginefni fundarins eru horfur í afvopnunarmálum, breytt öryggisumhverfi, aðgerðir gegn hryðjuverkum, fjárframlög til NATO og samskiptin við Rússland.

Forsætisráðherra mun auk þátttöku í fundinum eiga tvíhliða fundi með forsætisráðherra Spánar, og António Costa, forsætisráðherra Portúgals. Þá flytur forsætisráðherra ræðu í dag um Ísland og velsældarhagkerfið í Chatham House, sem er ein virtasta hugveita heims á sviði alþjóðamála.

Síðdegis sækir Katrín svo móttöku í Buckingham-höll í boði Elísabetar II Bretadrottningar og snæðir svo kvöldverð í Downingstræti 10 í boði Borisar Johnson, forsætisráðherra.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.