Miðflokkurinn sagði sig úr nefnd um stofnun hálendisþjóðgarðs Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 4. desember 2019 19:00 Bergþór Ólason er formaður umhverfis- og samgöngunefndar. Vísir/Vilhelm Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins og formaður umhverfis- og samgöngunefndar telur ekki tímabært að stofna miðhálendisþjóðgarð á Íslandi. Meðal annars þess vegna hafi hann sagt sig úr þverpólitískri nefnd um stofnun hálendisþjóðgarðs. Ráðherra kveðst ósammála fullyrðingum um sýndarsamráð. Þverpólitísk nefnd skilaði umhverfisráðherra í gær skýrslu um tillögur að því hvernig standa mætti að stofnun miðhálendisþjóðgarðs á Íslandi. Ráðherra hyggst leggja fram frumvarp þess efnis á vorþingi en nefndin skilaði ráðherra skýrslu sinni í gær.Sjá einnig: Nýr Hálendisþjóðgarður verði á landsvæði í sameign þjóðarinnar Allir flokkar á Alþingi áttu fulltrúa í nefndinni en fulltrúi Miðflokksins sagði sig frá störfum nefndarinnar. „Það er svona ýmislegt sem að sporin hræða hvað það varða að það sé meira sýndarsamráð heldur en annað í þessum efnum,“ segir Bergþór. Hann hyggist þó ekki standa í vegi fyrir framgangi málsins í nefndinni. „Það er alveg ljóst að framkvæmdavaldið er ákveðið í að klára þetta verkefni og þá taldi ég ekki forsendur fyrir veru minni í nefndinni eftir það. Því að Miðflokkurinn hefur miklar efasemdir um að skynsamlegt sé að halda þessari vinnu áfram á þessum nótum,“ segir Bergþór. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra lítur svo á að stofnun miðhálendisþjóðgarðs gæti orðið stærsta framlag fyrr og síðar til náttúruverndar á Íslandi. „Ég vil alls ekki segja að það hafi verið sýndarsamráð. Nefndin átti fjölmarga fundi úti um allt land, bæði opna fundi með almenningi og líka með sveitarstjórnum og ýmsum hópum sem að koma með einum eða öðrum hætti að hálendinu,“ segir Guðmundur Ingi. „Þannig að þetta var unnið í víðu samráði þar og líka innan nefndarinnar vegna þess að þar voru fulltrúar allra þingflokka og fulltrúar sveitarstjórnarstigsins.“ Miðflokkurinn Umhverfismál Þjóðgarðar Tengdar fréttir Miðhálendisþjóðgarður á Íslandi gæti orðið sá stærsti í Evrópu Miðhálendisþjóðgarður á Íslandi gæti orðið sá stærsti í Evrópu nái fyrirliggjandi tillögur fram að ganga. Umhverfisráðherra lítur svo á að stofnun miðhálendisþjóðgarðs gæti orðið stærsta framlag fyrr og síðar til náttúruverndar á Íslandi. 4. desember 2019 12:48 Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins og formaður umhverfis- og samgöngunefndar telur ekki tímabært að stofna miðhálendisþjóðgarð á Íslandi. Meðal annars þess vegna hafi hann sagt sig úr þverpólitískri nefnd um stofnun hálendisþjóðgarðs. Ráðherra kveðst ósammála fullyrðingum um sýndarsamráð. Þverpólitísk nefnd skilaði umhverfisráðherra í gær skýrslu um tillögur að því hvernig standa mætti að stofnun miðhálendisþjóðgarðs á Íslandi. Ráðherra hyggst leggja fram frumvarp þess efnis á vorþingi en nefndin skilaði ráðherra skýrslu sinni í gær.Sjá einnig: Nýr Hálendisþjóðgarður verði á landsvæði í sameign þjóðarinnar Allir flokkar á Alþingi áttu fulltrúa í nefndinni en fulltrúi Miðflokksins sagði sig frá störfum nefndarinnar. „Það er svona ýmislegt sem að sporin hræða hvað það varða að það sé meira sýndarsamráð heldur en annað í þessum efnum,“ segir Bergþór. Hann hyggist þó ekki standa í vegi fyrir framgangi málsins í nefndinni. „Það er alveg ljóst að framkvæmdavaldið er ákveðið í að klára þetta verkefni og þá taldi ég ekki forsendur fyrir veru minni í nefndinni eftir það. Því að Miðflokkurinn hefur miklar efasemdir um að skynsamlegt sé að halda þessari vinnu áfram á þessum nótum,“ segir Bergþór. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra lítur svo á að stofnun miðhálendisþjóðgarðs gæti orðið stærsta framlag fyrr og síðar til náttúruverndar á Íslandi. „Ég vil alls ekki segja að það hafi verið sýndarsamráð. Nefndin átti fjölmarga fundi úti um allt land, bæði opna fundi með almenningi og líka með sveitarstjórnum og ýmsum hópum sem að koma með einum eða öðrum hætti að hálendinu,“ segir Guðmundur Ingi. „Þannig að þetta var unnið í víðu samráði þar og líka innan nefndarinnar vegna þess að þar voru fulltrúar allra þingflokka og fulltrúar sveitarstjórnarstigsins.“
Miðflokkurinn Umhverfismál Þjóðgarðar Tengdar fréttir Miðhálendisþjóðgarður á Íslandi gæti orðið sá stærsti í Evrópu Miðhálendisþjóðgarður á Íslandi gæti orðið sá stærsti í Evrópu nái fyrirliggjandi tillögur fram að ganga. Umhverfisráðherra lítur svo á að stofnun miðhálendisþjóðgarðs gæti orðið stærsta framlag fyrr og síðar til náttúruverndar á Íslandi. 4. desember 2019 12:48 Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Miðhálendisþjóðgarður á Íslandi gæti orðið sá stærsti í Evrópu Miðhálendisþjóðgarður á Íslandi gæti orðið sá stærsti í Evrópu nái fyrirliggjandi tillögur fram að ganga. Umhverfisráðherra lítur svo á að stofnun miðhálendisþjóðgarðs gæti orðið stærsta framlag fyrr og síðar til náttúruverndar á Íslandi. 4. desember 2019 12:48