Innlent

Reisa mínarettu í Skógarhlíð

Andri Eysteinsson skrifar
Enn á eftir að fullklára smíðina. Á turninum verða ljós, klukka og hitamælir.
Enn á eftir að fullklára smíðina. Á turninum verða ljós, klukka og hitamælir. Vísir/Vilhelm
Mínaretta eða bænaturn úr stáli rís nú við mosku stofnunar múslima á Íslandi í Skógarhlíð. Bænaturninn er sá fyrsti sem rís hér á landi.

Í samtali við Fréttablaðið segir Karim Askari, stjórnarformaður stofnunarinnar að bænaturninn sé enn í vinnslu. Á honum verði engir hátalarar eins og þekkist erlendis heldur verði á turninum ljós, klukka og hitamælir.

Því munu engin bænaköll heyrast frá turninum. Karim segir mínarettum vera virðingarvott við íslenskt samfélag, umburðarlyndið hér á landi og trúfrelsið.

„Þetta eru skila­boð til heimsins um að hér geta allir lifað í sátt og sam­lyndi óháð trú þeirra eða uppruna,“ segir Karim í samtali við Fréttablaðið.

Í Skógarhlíðinni rís því ein af nýjustu mínarettum heims en þá elstu er að finna í stórmoskunni í Kairouan í Túnis, hún er talin hafa verið reist árið 836. Hæstu mínarettu í heimi er að finna í Algeirsborg en hún rís 265 metra í loft upp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×