Fær ekki að grafa upp lík Dillinger fyrir sjónvarpsþætti History Channel Samúel Karl Ólason skrifar 4. desember 2019 22:55 FBI segir öruggt að Dillinger sjálfur hafi verið skotinn og grafinn. Það hafi meðal annars verið staðfest með fingraförum. Vísir/AP Frænda hins fræga bandaríska glæpamanns John Dillinger hefur verið meinað að grafa upp lík hans vegna gerðar sjónvarpsþátta fyrir History Channel. Dillinger var skotinn til bana af útsendurum Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) fyrir utan kvikmyndahús í Chicago árið 1934 og grafinn í Crown Hill kirkjugarðinum í Indiana þar sem fjölskyldumeðlimir hans voru einnig jarðaðir. Michael Thompson, ættingi Dillinger, segist sitja á sönnunargögnum um að lögregluþjónarnir hafi í raun ekki skotið Dillinger, heldur einhvern annan og grafið hann.Johnny Depp lék Dillinger í nýjustu kvikmyndinni um glæpamanninn, Public Enemies, sem frumsýnd var árið 2009.Thompson ætlaði sér að grafa upp Dillinger í sumar en var meinað að gera það af forsvarsmönnum kirkjugarðsins. Hann höfðaði mál í ágúst og fékkst niðurstaða í það í dag. History Channel sleit sig þó frá verkefninu í september. Lögmenn kirkjugarðsins segja kröfu Thompson byggja á áratuga gamalli samsæriskenningu. Krufning á líki Dillinger hafi farið fram á sínum tíma og ættingjar hans hafi borið kennsl á hann áður en hann var grafinn. Þá hafi þing Indiana hafa veitt forsvarsmönnum kirkjugarða rétt til að neita uppgreftri til að vernda grafir gegn óþarfa röskunum, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar.FBI segir öruggt að Dillinger sjálfur hafi verið skotinn og grafinn. Það hafi meðal annars verið staðfest með fingraförum. Lögmaður Thompson segir skjólstæðing sinn þó hafa fengið skjöl frá FBI sem bendi til þess að svo sé ekki. Ekki liggur fyrir hvort málinu verði áfrýjað. Nokkrum dögum eftir að Dillinger var grafinn lét faðir hans hylja kistuna með járnstyrktri steypu svo skemmdarvargar reyndu ekki að grafa hana upp. Aðrir ættingjar glæpamannsins fræga hafa lýst sig andsnúna uppgreftri líks hans og ætla leita til dómstóla til að koma í veg fyrir að Thompson nái sínu framgengt með áfrýjun.Hér má sjá frétt CBS um málið frá því í sumar. Bandaríkin Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Sjá meira
Frænda hins fræga bandaríska glæpamanns John Dillinger hefur verið meinað að grafa upp lík hans vegna gerðar sjónvarpsþátta fyrir History Channel. Dillinger var skotinn til bana af útsendurum Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) fyrir utan kvikmyndahús í Chicago árið 1934 og grafinn í Crown Hill kirkjugarðinum í Indiana þar sem fjölskyldumeðlimir hans voru einnig jarðaðir. Michael Thompson, ættingi Dillinger, segist sitja á sönnunargögnum um að lögregluþjónarnir hafi í raun ekki skotið Dillinger, heldur einhvern annan og grafið hann.Johnny Depp lék Dillinger í nýjustu kvikmyndinni um glæpamanninn, Public Enemies, sem frumsýnd var árið 2009.Thompson ætlaði sér að grafa upp Dillinger í sumar en var meinað að gera það af forsvarsmönnum kirkjugarðsins. Hann höfðaði mál í ágúst og fékkst niðurstaða í það í dag. History Channel sleit sig þó frá verkefninu í september. Lögmenn kirkjugarðsins segja kröfu Thompson byggja á áratuga gamalli samsæriskenningu. Krufning á líki Dillinger hafi farið fram á sínum tíma og ættingjar hans hafi borið kennsl á hann áður en hann var grafinn. Þá hafi þing Indiana hafa veitt forsvarsmönnum kirkjugarða rétt til að neita uppgreftri til að vernda grafir gegn óþarfa röskunum, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar.FBI segir öruggt að Dillinger sjálfur hafi verið skotinn og grafinn. Það hafi meðal annars verið staðfest með fingraförum. Lögmaður Thompson segir skjólstæðing sinn þó hafa fengið skjöl frá FBI sem bendi til þess að svo sé ekki. Ekki liggur fyrir hvort málinu verði áfrýjað. Nokkrum dögum eftir að Dillinger var grafinn lét faðir hans hylja kistuna með járnstyrktri steypu svo skemmdarvargar reyndu ekki að grafa hana upp. Aðrir ættingjar glæpamannsins fræga hafa lýst sig andsnúna uppgreftri líks hans og ætla leita til dómstóla til að koma í veg fyrir að Thompson nái sínu framgengt með áfrýjun.Hér má sjá frétt CBS um málið frá því í sumar.
Bandaríkin Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Sjá meira