Erlent

Sex látin eftir gas­sprengingu í pólskum skíða­bæ

Atli Ísleifsson skrifar
Pólskir fjölmiðlar segja að allt að hundrað slökkviliðsmenn og fimmtíu lögreglumenn hafi verið á vettvangi í gær.
Pólskir fjölmiðlar segja að allt að hundrað slökkviliðsmenn og fimmtíu lögreglumenn hafi verið á vettvangi í gær. epa
Sex eru látin og tveggja er saknað eftir að gassprenging varð í þriggja hæða byggingu í pólska skíðabænum Szczyrk um kvöldmatarleytið í gær. Reuters greinir frá þessu.

Talsmaður lögreglu segir að lík fjögurra fullorðinna og tveggja barna hafi fundist í rústum hússins enn sem komið er. Tvær fjölskyldur bjuggu í húsinu.

Talið er að allt að átta hafi manns hafi verið í bygginginunni þegar slysið varð. Björgunarstarf stendur enn yfir.

Pólskir fjölmiðlar segja að allt að hundrað slökkviliðsmenn og fimmtíu lögreglumenn hafi verið á vettvangi í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×