Erlent

Sex látin eftir gas­sprengingu í pólskum skíða­bæ

Atli Ísleifsson skrifar
Pólskir fjölmiðlar segja að allt að hundrað slökkviliðsmenn og fimmtíu lögreglumenn hafi verið á vettvangi í gær.
Pólskir fjölmiðlar segja að allt að hundrað slökkviliðsmenn og fimmtíu lögreglumenn hafi verið á vettvangi í gær. epa

Sex eru látin og tveggja er saknað eftir að gassprenging varð í þriggja hæða byggingu í pólska skíðabænum Szczyrk um kvöldmatarleytið í gær. Reuters greinir frá þessu.

Talsmaður lögreglu segir að lík fjögurra fullorðinna og tveggja barna hafi fundist í rústum hússins enn sem komið er. Tvær fjölskyldur bjuggu í húsinu.

Talið er að allt að átta hafi manns hafi verið í bygginginunni þegar slysið varð. Björgunarstarf stendur enn yfir.

Pólskir fjölmiðlar segja að allt að hundrað slökkviliðsmenn og fimmtíu lögreglumenn hafi verið á vettvangi í gær.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.