Erlent

Um sex­tíu fórust eftir skip­brot undan ströndum Máritaníu

Atli Ísleifsson skrifar
Skipbrot eru mjög algeng nærri bænum Nouadhibou, norðarlega í Máritaníu.
Skipbrot eru mjög algeng nærri bænum Nouadhibou, norðarlega í Máritaníu. Getty
Að minnsta kosti 58 eru látnir eftir skipbrot undan ströndum Afríkuríkisins Máritaníu. Alþjóðaflóttamannastofnunin (IOM) greindi frá því í gær að flóttamenn hafi verið um borð í bátnum sem hafði lagt úr höfn í Gambíu í lok síðasta mánaðar.

Í yfirlýsingu frá IOM segir að 83 sem voru um borð í bátnum hafi tekist að synda í land, en báturinn ku hafa verið nær eldsneytislaus þegar hann nálgaðist Máritaníu.

Starfsmenn á vegum máritanskra yfirvalda hlúa nú að þeim sem björguðust í bænum Nouadhibou.

Þetta er eitt mannskæðasta slysið það sem af er ári hjá flóttamönnum sem reyna að komast sjóleiðina til Evrópu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×