Erlent

Um sex­tíu fórust eftir skip­brot undan ströndum Máritaníu

Atli Ísleifsson skrifar
Skipbrot eru mjög algeng nærri bænum Nouadhibou, norðarlega í Máritaníu.
Skipbrot eru mjög algeng nærri bænum Nouadhibou, norðarlega í Máritaníu. Getty

Að minnsta kosti 58 eru látnir eftir skipbrot undan ströndum Afríkuríkisins Máritaníu. Alþjóðaflóttamannastofnunin (IOM) greindi frá því í gær að flóttamenn hafi verið um borð í bátnum sem hafði lagt úr höfn í Gambíu í lok síðasta mánaðar.

Í yfirlýsingu frá IOM segir að 83 sem voru um borð í bátnum hafi tekist að synda í land, en báturinn ku hafa verið nær eldsneytislaus þegar hann nálgaðist Máritaníu.

Starfsmenn á vegum máritanskra yfirvalda hlúa nú að þeim sem björguðust í bænum Nouadhibou.

Þetta er eitt mannskæðasta slysið það sem af er ári hjá flóttamönnum sem reyna að komast sjóleiðina til Evrópu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.