Aðflug að Hvassahrauni færi hvergi yfir þéttbýli Kristján Már Unnarsson skrifar 5. desember 2019 20:27 Aðflugsferlar yfir Faxaflóa, miðað við hugmynd ráðgjafanna Goldberg Partners um legu flugbrauta. Grafík/Stöð 2, Hafsteinn Þórðarson. Forseti bæjarstjórnar Voga segir að flugvöllur í Hvassahrauni yrði lyftistöng fyrir svæðið og hvetur Suðurnesjamenn til að taka hugmyndinni fagnandi. Aðflug að vellinum myndi hvergi fara yfir byggð. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Flugvallarstæðið er hugsað á sveitarfélagamörkum Hafnarfjarðar og Voga.Ingþór Guðmundsson, forseti bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Voga, í Hvassahrauni í dagStöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Jú, þetta yrði að stærstum hluta í okkar sveitarfélagi. Okkur líst bara vel á það. En ég vil bara árétta það líka að það er bara verið að kanna þetta,“ segir Ingþór Guðmundsson, forseti bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Voga. Framundan sé vinna næstu tvö ár við að kanna veðurskilyrði og aðra þætti og segir Ingþór sveitarstjórn Voga rólega gagnvart hugmyndinni. „Svo bara kemur það í ljós hvort það verður flugvöllur hér eða ekki. En við erum vissulega bara jákvæð yfir því. Þetta er bara lyftistöng fyrir, - þetta er eitt atvinnusvæði sem er hér á Suðurnesjum, og við eigum bara að taka því fagnandi,“ segir Ingþór.Séð yfir Hvassahraun í átt til Hafnarfjarðar. Mörk sveitarfélaganna eru við stöpulinn, sem sjá má í vegkantinum hægra megin.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Erlendis skapast deilur um flugvelli helst ef þeir valda ónæði gagnvart nærliggjandi íbúðabyggð. Aðflug að Hvassahrauni færi hins vegar hvergi yfir þéttbýli. Yfir landi færi aðflug yfir hraun en annars yfir hafi. „Ég held að aðflugsleiðir hér fari ekki yfir neina byggð að neinu ráði. Svo er bara fínasta byggingarland hérna vestan við okkur. Það held ég að verði ekki nein truflun af því,“ segir Ingþór.Svona gæti innanlands- og millilandaflugvöllur litið út í Hvassahrauni. Fjær má sjá álverið í Straumsvík og byggðina í Hafnarfirði. Stefna flugbrauta er sýnd miðað við niðurstöður sem þegar liggja fyrir úr veðurfarsrannsóknum.Mynd/Goldberg Partners International.Hann kveðst hafa heyrt af andstöðu í nágrannasveitarfélögum á Suðurnesjum. „Ég hef nú sagt það áður og vil bara biðla til sveitarstjórnarmanna hér á Suðurnesjum að anda bara aðeins með nefinu og sjá hvað kemur út úr þessari vinnu, sem þessi nefnd er að fara í."Séð yfir Hvassahraun í átt til Suðurnesja.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Kannski er þetta bara alveg ómöguleg staðsetning og þá kemur það bara í ljós. Ef þetta er bara góð staðsetning fyrir land og þjóð, þá er það bara þannig. Við förum yfir þann læk þegar við komum að honum,“ segir forseti bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Voga. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Hafnarfjörður Icelandair Keflavíkurflugvöllur Samgöngur Vogar Tengdar fréttir Hvassahraun sagt betra vegna plássleysis á Keflavíkurflugvelli Takmarkaðir stækkunarmöguleikar á Keflavíkurflugvelli, sé horft til lengri framtíðar, og flugstöð sem hentar illa tengiflugi, eru meðal ástæðna þess að Hvassahraun er sagt betri framtíðarkostur. 3. desember 2019 21:38 Icelandair lagt í mikla vinnu við að skoða Hvassahraun Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir að þegar horft sé áratugi fram í tímann sé það engin spurning að hagkvæmt sé fyrir þjóðfélagið og ferðaþjónustuna að hafa einn sameiginlegan innanlands- og millilandaflugvöll. 3. desember 2019 13:27 Icelandair vill sameiginlegan innanlands- og alþjóðaflugvöll Það er mat Icelandair Group að best færi á því að rekstur innanlandsflugs og alþjóðaflugs væri á sama flugvelli á suðvesturhorninu til langs tíma litið. 2. desember 2019 14:30 Verja 200 milljónum til að kanna möguleika á flugvelli í Hvassahrauni Ríki og borg hafa samþykkt að verja 200 milljónum króna til að kanna möguleikann á nýjum innanlandsflugvelli í Hvassahrauni. Með því samkomulagi er ljóst að Reykjarvíkurflugvöllur mun áfram þjóna innanlandsflugi, ásamt fleiru, næstu árin. 1. desember 2019 21:24 Svona flugvöll vilja ráðamenn Icelandair sjá í Hvassahrauni Ráðamenn Icelandair vilja að Hvassahraun verði áfram skoðað sem framtíðarstaðsetning fyrir millilandaflug, - hagkvæmt verði að hafa sameiginlegan völl fyrir innanlands- og millilandaflug. 2. desember 2019 21:30 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fleiri fréttir Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Sjá meira
Forseti bæjarstjórnar Voga segir að flugvöllur í Hvassahrauni yrði lyftistöng fyrir svæðið og hvetur Suðurnesjamenn til að taka hugmyndinni fagnandi. Aðflug að vellinum myndi hvergi fara yfir byggð. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Flugvallarstæðið er hugsað á sveitarfélagamörkum Hafnarfjarðar og Voga.Ingþór Guðmundsson, forseti bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Voga, í Hvassahrauni í dagStöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Jú, þetta yrði að stærstum hluta í okkar sveitarfélagi. Okkur líst bara vel á það. En ég vil bara árétta það líka að það er bara verið að kanna þetta,“ segir Ingþór Guðmundsson, forseti bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Voga. Framundan sé vinna næstu tvö ár við að kanna veðurskilyrði og aðra þætti og segir Ingþór sveitarstjórn Voga rólega gagnvart hugmyndinni. „Svo bara kemur það í ljós hvort það verður flugvöllur hér eða ekki. En við erum vissulega bara jákvæð yfir því. Þetta er bara lyftistöng fyrir, - þetta er eitt atvinnusvæði sem er hér á Suðurnesjum, og við eigum bara að taka því fagnandi,“ segir Ingþór.Séð yfir Hvassahraun í átt til Hafnarfjarðar. Mörk sveitarfélaganna eru við stöpulinn, sem sjá má í vegkantinum hægra megin.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Erlendis skapast deilur um flugvelli helst ef þeir valda ónæði gagnvart nærliggjandi íbúðabyggð. Aðflug að Hvassahrauni færi hins vegar hvergi yfir þéttbýli. Yfir landi færi aðflug yfir hraun en annars yfir hafi. „Ég held að aðflugsleiðir hér fari ekki yfir neina byggð að neinu ráði. Svo er bara fínasta byggingarland hérna vestan við okkur. Það held ég að verði ekki nein truflun af því,“ segir Ingþór.Svona gæti innanlands- og millilandaflugvöllur litið út í Hvassahrauni. Fjær má sjá álverið í Straumsvík og byggðina í Hafnarfirði. Stefna flugbrauta er sýnd miðað við niðurstöður sem þegar liggja fyrir úr veðurfarsrannsóknum.Mynd/Goldberg Partners International.Hann kveðst hafa heyrt af andstöðu í nágrannasveitarfélögum á Suðurnesjum. „Ég hef nú sagt það áður og vil bara biðla til sveitarstjórnarmanna hér á Suðurnesjum að anda bara aðeins með nefinu og sjá hvað kemur út úr þessari vinnu, sem þessi nefnd er að fara í."Séð yfir Hvassahraun í átt til Suðurnesja.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Kannski er þetta bara alveg ómöguleg staðsetning og þá kemur það bara í ljós. Ef þetta er bara góð staðsetning fyrir land og þjóð, þá er það bara þannig. Við förum yfir þann læk þegar við komum að honum,“ segir forseti bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Voga. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Hafnarfjörður Icelandair Keflavíkurflugvöllur Samgöngur Vogar Tengdar fréttir Hvassahraun sagt betra vegna plássleysis á Keflavíkurflugvelli Takmarkaðir stækkunarmöguleikar á Keflavíkurflugvelli, sé horft til lengri framtíðar, og flugstöð sem hentar illa tengiflugi, eru meðal ástæðna þess að Hvassahraun er sagt betri framtíðarkostur. 3. desember 2019 21:38 Icelandair lagt í mikla vinnu við að skoða Hvassahraun Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir að þegar horft sé áratugi fram í tímann sé það engin spurning að hagkvæmt sé fyrir þjóðfélagið og ferðaþjónustuna að hafa einn sameiginlegan innanlands- og millilandaflugvöll. 3. desember 2019 13:27 Icelandair vill sameiginlegan innanlands- og alþjóðaflugvöll Það er mat Icelandair Group að best færi á því að rekstur innanlandsflugs og alþjóðaflugs væri á sama flugvelli á suðvesturhorninu til langs tíma litið. 2. desember 2019 14:30 Verja 200 milljónum til að kanna möguleika á flugvelli í Hvassahrauni Ríki og borg hafa samþykkt að verja 200 milljónum króna til að kanna möguleikann á nýjum innanlandsflugvelli í Hvassahrauni. Með því samkomulagi er ljóst að Reykjarvíkurflugvöllur mun áfram þjóna innanlandsflugi, ásamt fleiru, næstu árin. 1. desember 2019 21:24 Svona flugvöll vilja ráðamenn Icelandair sjá í Hvassahrauni Ráðamenn Icelandair vilja að Hvassahraun verði áfram skoðað sem framtíðarstaðsetning fyrir millilandaflug, - hagkvæmt verði að hafa sameiginlegan völl fyrir innanlands- og millilandaflug. 2. desember 2019 21:30 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fleiri fréttir Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Sjá meira
Hvassahraun sagt betra vegna plássleysis á Keflavíkurflugvelli Takmarkaðir stækkunarmöguleikar á Keflavíkurflugvelli, sé horft til lengri framtíðar, og flugstöð sem hentar illa tengiflugi, eru meðal ástæðna þess að Hvassahraun er sagt betri framtíðarkostur. 3. desember 2019 21:38
Icelandair lagt í mikla vinnu við að skoða Hvassahraun Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir að þegar horft sé áratugi fram í tímann sé það engin spurning að hagkvæmt sé fyrir þjóðfélagið og ferðaþjónustuna að hafa einn sameiginlegan innanlands- og millilandaflugvöll. 3. desember 2019 13:27
Icelandair vill sameiginlegan innanlands- og alþjóðaflugvöll Það er mat Icelandair Group að best færi á því að rekstur innanlandsflugs og alþjóðaflugs væri á sama flugvelli á suðvesturhorninu til langs tíma litið. 2. desember 2019 14:30
Verja 200 milljónum til að kanna möguleika á flugvelli í Hvassahrauni Ríki og borg hafa samþykkt að verja 200 milljónum króna til að kanna möguleikann á nýjum innanlandsflugvelli í Hvassahrauni. Með því samkomulagi er ljóst að Reykjarvíkurflugvöllur mun áfram þjóna innanlandsflugi, ásamt fleiru, næstu árin. 1. desember 2019 21:24
Svona flugvöll vilja ráðamenn Icelandair sjá í Hvassahrauni Ráðamenn Icelandair vilja að Hvassahraun verði áfram skoðað sem framtíðarstaðsetning fyrir millilandaflug, - hagkvæmt verði að hafa sameiginlegan völl fyrir innanlands- og millilandaflug. 2. desember 2019 21:30