Fótbolti

Zlatan sendi Materazzi á sjúkrahús með Taekwondo-sparki: „Hafði beðið eftir þessu í fjögur ár“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sparkið rosalega.
Sparkið rosalega. vísir/getty

Zlatan Ibrahimovic er ekki þekktur fyrir að liggja á skoðunum sínum og hann kemur til dyranna eins og hann er klæddur. Því var viðtal GQ Italia við Svíann á dögunum ansi áhugavert.

Zlatan, sem er nú samningslaus, fór yfir víðan völl en hann sagði meðal annars að hann væri að semja við lið sem þyrfti að fara vinna fótboltaleiki á nýjan leik.

Einnig ræddi hann um rimmur sínar við Marco Materazzi er Zlatan lék með Juventus og AC Milan en Materazze lék með Inter.

„Árið 2006 kom Materazzi inn í einvígi við mig eins og morðingi. Hann meiddi mig. Hann var harður fótboltamaður og það er fínt. Í fyrsta leiknum tímabilið 2010/2011 voru svo allir á móti í grannaslagnum,“ sagði Svíinn en þá var hann farinn frá Juventus og yfir til AC Milan.

Þeir spiluðu við grannanna í Inter Milan og það sauð allt upp úr.

„Ég fékk vítaspyrnu og hver braut á mér? Materazzi. 1-0 fyrir Milan. Í síðari hálfleiknum er Matrix að koma til mín og ég sparkaði hann niður með Taekwaendo-sparki. Ég sendi hann á sjúkrahús.“

„Dejan Stankovic (fyrirliði Inter) kom til mín og spurði mig afhverju ég hafi gert þetta. Ég svaraði honum: Ég hef verið að bíða eftir þessu augnabliki í fjögur ár,“ sagði Zlatan.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.