Steinunn Ólína sækir um stöðu útvarpsstjóra Atli Ísleifsson skrifar 7. desember 2019 09:06 Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir vill verða næsti útvarpsstjóri. Facebook/Vilhelm Leik- og fjölmiðlakonan Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir hefur gert kunnugt að hún hafi sóst eftir að verða næsti útvarpsstjóri. Steinunn greindi frá þessu í grein sem ber titilinn „Við höfum öllu að tapa“, og hún birti á Facebook í gærkvöldi. Í færslunni ræðir hún meðal annars um sýn sína á RÚV, hlutverk og stöðu einkarekinna fjölmiðla, auglýsingamarkaðinn og formann Sjálfstæðisflokksins. Í lok færslunnar segist Steinunn að hún gengist fús við því að ætla sér að sækja um stöðu útvarpsstjóra „vegna þess að mér þykir vænt um Ríkisútvarpið og trúi staðfastlega á mikilvægi þess og læt engan segja mér annað.“ Segist hún ekki eiga neina vildarmenn í ráðandi ríkisstjórn, þekki engan stjórnarmann Ríkisútvarpsins persónulega og hafi bókstaflega engu að tapa. Nýr útvarpsstjóri mun brátt taka við stöðunni eftir að Magnús Geir Þórðarson var nýverið skipaður næsti þjóðleikhússtjóri. Frestur til að sækja um stöðu útvarpsstjóra rann úr 2. desember, en var svo framlengdur um viku. Áður hefur mikið verið rætt um ákvörðun stjórnar RÚV að birta ekki lista yfir umsækjendur um embættið.Sjá einnig:Telur ráðningu Magnúsar Geirs löngu ákveðna og ólykt leggja frá Efstaleiti Steinunn ræðir í færslunni nokkuð um stöðu RÚV í samfélaginu og nefnir að þrátt fyrir að Ríkisútvarpið eigi að vera fjölmiðill allra landsmanna sé það ekki svo í allra augum. „Fólk ætti samt að staldra við þegar ráðamenn og háværar raddir slá því fram að tilvist Ríkisútvarpsins sé úrelt, að útvarpsgjaldið ætti ekki að innheimta og að stofnunin ætti ekki að njóta tekna af auglýsingum,“ segir Steinunn. Einnig ræðir hún fjölmiðlafrumvarp Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra og Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra og formann Sjálfstæðisflokksins, sérstaklega í því samhengi. Hún segir frumvarpið vera tilraun til að skapa sanngjarnara umhverfi fyrir einkarekna fjölmiðla sem halda úti ólíkum sjónarmiðum og séu lýðræðinu lífsnauðsyn. „Að fjármálaráðherra [Bjarni Benediktsson] samþykki frumvarp Lilju menntamálaráðherra með fyrirvara um endurskoðun á auglýsingastöðu Ríkisútvarpsins á fjölmiðlamarkaði segir okkur tvennt; að hann óttast að fjölmiðlar aðrir en þeir sem eru honum þóknanlegir – sjálfstæðir fjölmiðlar eða Ríkisútvarpið – fái vald til að flytja okkur fréttir af hlutlægni þar sem okkar hagsmunir eru í fyrirrúmi. Hinsvegar bendir þetta til þess að hann sé veraldlega sinnaður gaukur sem skilur ekki mikilvægi menningarverðmæta sem ekki er hægt að kaupa og selja. Bjarni Benediktsson vill ekki bara stjórna ríkisbókhaldinu, heldur upplýsingunni allri. Þessu eigum við að hafna, burt séð frá því hvort okkur finnst Bjarni gúddí gaur eða ekki. Réttara væri að klæða hann í aðsniðinn samfesting sem heftir afskipti hans af Íslandssögunni eins og hún er og verður vonandi varðveitt áfram í fjölþættri dagskrárgerð Ríkisútvarpsins,“ segir Steinunn Ólína í færslunni. Fjölmiðlar Ráðning útvarpsstjóra Tengdar fréttir Talið fullvíst að næsti útvarpsstjóri verði kona Helsti samkvæmisleikurinn nú er að spá í hver verður næsti útvarpsstjóri. 5. nóvember 2019 09:30 RÚV auglýsir stöðu útvarpsstjóra Stjórn RÚV hefur nú formlega auglýst starf útvarpsstjóra laust til umsóknar. Auglýsing þess efnis birtist í helgarblaði Fréttablaðsins í dag. Magnús Geir Þórðarson, fráfarandi útvarpsstjóri, hefur verið skipaður næsti Þjóðleikhússtjóri af Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra. 16. nóvember 2019 12:42 Telur ráðningu Magnúsar Geirs löngu ákveðna og ólykt leggja frá Efstaleiti Það var löngu ákveðið hvern Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra myndi skipa sem Þjóðleikhússtjóra. Hið sama virðist vera uppi á teningnum í Efstaleiti þar sem stjórn RÚV vill velja í stól útvarpsstjóra bak við luktar dyr. Svo segir ristjóri Mannlífs. 6. desember 2019 14:30 Mest lesið Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Erlent Borgin leggur bílstjórum línurnar Innlent Fleiri fréttir Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum Sjá meira
Leik- og fjölmiðlakonan Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir hefur gert kunnugt að hún hafi sóst eftir að verða næsti útvarpsstjóri. Steinunn greindi frá þessu í grein sem ber titilinn „Við höfum öllu að tapa“, og hún birti á Facebook í gærkvöldi. Í færslunni ræðir hún meðal annars um sýn sína á RÚV, hlutverk og stöðu einkarekinna fjölmiðla, auglýsingamarkaðinn og formann Sjálfstæðisflokksins. Í lok færslunnar segist Steinunn að hún gengist fús við því að ætla sér að sækja um stöðu útvarpsstjóra „vegna þess að mér þykir vænt um Ríkisútvarpið og trúi staðfastlega á mikilvægi þess og læt engan segja mér annað.“ Segist hún ekki eiga neina vildarmenn í ráðandi ríkisstjórn, þekki engan stjórnarmann Ríkisútvarpsins persónulega og hafi bókstaflega engu að tapa. Nýr útvarpsstjóri mun brátt taka við stöðunni eftir að Magnús Geir Þórðarson var nýverið skipaður næsti þjóðleikhússtjóri. Frestur til að sækja um stöðu útvarpsstjóra rann úr 2. desember, en var svo framlengdur um viku. Áður hefur mikið verið rætt um ákvörðun stjórnar RÚV að birta ekki lista yfir umsækjendur um embættið.Sjá einnig:Telur ráðningu Magnúsar Geirs löngu ákveðna og ólykt leggja frá Efstaleiti Steinunn ræðir í færslunni nokkuð um stöðu RÚV í samfélaginu og nefnir að þrátt fyrir að Ríkisútvarpið eigi að vera fjölmiðill allra landsmanna sé það ekki svo í allra augum. „Fólk ætti samt að staldra við þegar ráðamenn og háværar raddir slá því fram að tilvist Ríkisútvarpsins sé úrelt, að útvarpsgjaldið ætti ekki að innheimta og að stofnunin ætti ekki að njóta tekna af auglýsingum,“ segir Steinunn. Einnig ræðir hún fjölmiðlafrumvarp Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra og Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra og formann Sjálfstæðisflokksins, sérstaklega í því samhengi. Hún segir frumvarpið vera tilraun til að skapa sanngjarnara umhverfi fyrir einkarekna fjölmiðla sem halda úti ólíkum sjónarmiðum og séu lýðræðinu lífsnauðsyn. „Að fjármálaráðherra [Bjarni Benediktsson] samþykki frumvarp Lilju menntamálaráðherra með fyrirvara um endurskoðun á auglýsingastöðu Ríkisútvarpsins á fjölmiðlamarkaði segir okkur tvennt; að hann óttast að fjölmiðlar aðrir en þeir sem eru honum þóknanlegir – sjálfstæðir fjölmiðlar eða Ríkisútvarpið – fái vald til að flytja okkur fréttir af hlutlægni þar sem okkar hagsmunir eru í fyrirrúmi. Hinsvegar bendir þetta til þess að hann sé veraldlega sinnaður gaukur sem skilur ekki mikilvægi menningarverðmæta sem ekki er hægt að kaupa og selja. Bjarni Benediktsson vill ekki bara stjórna ríkisbókhaldinu, heldur upplýsingunni allri. Þessu eigum við að hafna, burt séð frá því hvort okkur finnst Bjarni gúddí gaur eða ekki. Réttara væri að klæða hann í aðsniðinn samfesting sem heftir afskipti hans af Íslandssögunni eins og hún er og verður vonandi varðveitt áfram í fjölþættri dagskrárgerð Ríkisútvarpsins,“ segir Steinunn Ólína í færslunni.
Fjölmiðlar Ráðning útvarpsstjóra Tengdar fréttir Talið fullvíst að næsti útvarpsstjóri verði kona Helsti samkvæmisleikurinn nú er að spá í hver verður næsti útvarpsstjóri. 5. nóvember 2019 09:30 RÚV auglýsir stöðu útvarpsstjóra Stjórn RÚV hefur nú formlega auglýst starf útvarpsstjóra laust til umsóknar. Auglýsing þess efnis birtist í helgarblaði Fréttablaðsins í dag. Magnús Geir Þórðarson, fráfarandi útvarpsstjóri, hefur verið skipaður næsti Þjóðleikhússtjóri af Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra. 16. nóvember 2019 12:42 Telur ráðningu Magnúsar Geirs löngu ákveðna og ólykt leggja frá Efstaleiti Það var löngu ákveðið hvern Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra myndi skipa sem Þjóðleikhússtjóra. Hið sama virðist vera uppi á teningnum í Efstaleiti þar sem stjórn RÚV vill velja í stól útvarpsstjóra bak við luktar dyr. Svo segir ristjóri Mannlífs. 6. desember 2019 14:30 Mest lesið Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Erlent Borgin leggur bílstjórum línurnar Innlent Fleiri fréttir Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum Sjá meira
Talið fullvíst að næsti útvarpsstjóri verði kona Helsti samkvæmisleikurinn nú er að spá í hver verður næsti útvarpsstjóri. 5. nóvember 2019 09:30
RÚV auglýsir stöðu útvarpsstjóra Stjórn RÚV hefur nú formlega auglýst starf útvarpsstjóra laust til umsóknar. Auglýsing þess efnis birtist í helgarblaði Fréttablaðsins í dag. Magnús Geir Þórðarson, fráfarandi útvarpsstjóri, hefur verið skipaður næsti Þjóðleikhússtjóri af Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra. 16. nóvember 2019 12:42
Telur ráðningu Magnúsar Geirs löngu ákveðna og ólykt leggja frá Efstaleiti Það var löngu ákveðið hvern Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra myndi skipa sem Þjóðleikhússtjóra. Hið sama virðist vera uppi á teningnum í Efstaleiti þar sem stjórn RÚV vill velja í stól útvarpsstjóra bak við luktar dyr. Svo segir ristjóri Mannlífs. 6. desember 2019 14:30