Netið tvíeggja sverð fyrir saksóknara Stefán Ó. Jónsson skrifar 7. desember 2019 12:00 Tólf mál eru til rannsóknar þar sem grunur leikur á að íslenskir karlmenn hafi sótt sér mikið magn barnakláms. Getty/scyther5 Barnaníðingar hafa verið sakfelldir hér á landi á grundvelli nauðgunar vegna hótana þeirra um að dreifa nektarmyndum af börnum nema þau þýðist sig, að sögn saksóknara. Netið getur reynst tvíeggja sverð í þessum málum. Svo virðist sem stafæn kynferðisbrot gegn börnum séu að verða grófari með hverju árinu. Dæmi eru um að níðingar panti brot á börnum í gegnum netið og fylgist með þeim í rauntíma, í órafjarlægð frá vettvangi brotsins. Lögregluyfirvöld á Íslandi hafa á síðustu vikum og mánuðum rannsakað 12 mál þar sem grunur leikur á að íslenskir karlmenn hafi sótt sér mikið magn barnakláms á hinu svokallaða hulduneti, að því er fram kom í kvöldfréttum okkar í gær.Það getur þó oft reynst þrautin þyngri að sækja fólk til saka í svona málum, að sögn Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur saksóknara.Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttur.„Það er auðvitað þannig með brot sem eiga sér stað á netinu að þeim fylgja flækjur. Þau geta verið flóknari í rannsókn,“ segir Þorbjörg. „Þegar málin hafa hins vegar verið upplýst þá erum við sem saksóknarar á því að það eigi að fara aftur inn í kjarna málsins, sem er að þetta er kynferðisbrot og það á í sjálfu sér ekki að vera neitt flóknara að ákæra eða ná fram sakfellingu í svoleiðis málum,“ segir Þorbjörg. Netið bjóði þó upp á ýmsa möguleika fyrir saksóknara. „Þegar fólk er í auknum mæli í miklum samskiptum á netinu; skriflega eða með myndum, þá er hægt að staðsetja hvar fólk er og kortleggja tíma og annað. Þannig býður netið saksóknum upp á glimmrandi fín verkfæri til sönnunnar, því eru alveg tvær hliðar á þessu.“ Hún segir að á Íslandi sé einna helst um að ræða brot gegn eldri börnum eða unglingum, sem til eru komin vegna samskipta þeirra á netinu við einstaklinga sem þau þekkja eða telja sig þekkja. Börnin sendi jafnvel af sér myndir, sem níðingurinn hóti svo að dreifa lúti þau ekki vilja hans. „Það eru til dómar um þetta þar sem að þessi hótun, um að komir þú ekki og stundir með mér kynlíf þá verður myndunum dreift, sé nauðgun,“ segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttur. Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Vísbendingar um að barnaníðsefni af íslenskum börnum þrífist á huldunetinu Vísbendingar eru um að barnaníðsefni af íslenskum börnum þrífist á huldunetinu. Íslenskir drengir eru til umræðu meðal barnaníðinga erlendis. 6. desember 2019 19:30 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Fleiri fréttir Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Sjá meira
Barnaníðingar hafa verið sakfelldir hér á landi á grundvelli nauðgunar vegna hótana þeirra um að dreifa nektarmyndum af börnum nema þau þýðist sig, að sögn saksóknara. Netið getur reynst tvíeggja sverð í þessum málum. Svo virðist sem stafæn kynferðisbrot gegn börnum séu að verða grófari með hverju árinu. Dæmi eru um að níðingar panti brot á börnum í gegnum netið og fylgist með þeim í rauntíma, í órafjarlægð frá vettvangi brotsins. Lögregluyfirvöld á Íslandi hafa á síðustu vikum og mánuðum rannsakað 12 mál þar sem grunur leikur á að íslenskir karlmenn hafi sótt sér mikið magn barnakláms á hinu svokallaða hulduneti, að því er fram kom í kvöldfréttum okkar í gær.Það getur þó oft reynst þrautin þyngri að sækja fólk til saka í svona málum, að sögn Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur saksóknara.Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttur.„Það er auðvitað þannig með brot sem eiga sér stað á netinu að þeim fylgja flækjur. Þau geta verið flóknari í rannsókn,“ segir Þorbjörg. „Þegar málin hafa hins vegar verið upplýst þá erum við sem saksóknarar á því að það eigi að fara aftur inn í kjarna málsins, sem er að þetta er kynferðisbrot og það á í sjálfu sér ekki að vera neitt flóknara að ákæra eða ná fram sakfellingu í svoleiðis málum,“ segir Þorbjörg. Netið bjóði þó upp á ýmsa möguleika fyrir saksóknara. „Þegar fólk er í auknum mæli í miklum samskiptum á netinu; skriflega eða með myndum, þá er hægt að staðsetja hvar fólk er og kortleggja tíma og annað. Þannig býður netið saksóknum upp á glimmrandi fín verkfæri til sönnunnar, því eru alveg tvær hliðar á þessu.“ Hún segir að á Íslandi sé einna helst um að ræða brot gegn eldri börnum eða unglingum, sem til eru komin vegna samskipta þeirra á netinu við einstaklinga sem þau þekkja eða telja sig þekkja. Börnin sendi jafnvel af sér myndir, sem níðingurinn hóti svo að dreifa lúti þau ekki vilja hans. „Það eru til dómar um þetta þar sem að þessi hótun, um að komir þú ekki og stundir með mér kynlíf þá verður myndunum dreift, sé nauðgun,“ segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttur.
Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Vísbendingar um að barnaníðsefni af íslenskum börnum þrífist á huldunetinu Vísbendingar eru um að barnaníðsefni af íslenskum börnum þrífist á huldunetinu. Íslenskir drengir eru til umræðu meðal barnaníðinga erlendis. 6. desember 2019 19:30 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Fleiri fréttir Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Sjá meira
Vísbendingar um að barnaníðsefni af íslenskum börnum þrífist á huldunetinu Vísbendingar eru um að barnaníðsefni af íslenskum börnum þrífist á huldunetinu. Íslenskir drengir eru til umræðu meðal barnaníðinga erlendis. 6. desember 2019 19:30
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels